Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Nýjar reglur um þjálfun Maritime and Coastguard Agency (MCA) í Englandi sem er í gildi íslensku Siglingastofnunarinnar hefur sett nýjar reglur um þjálfun skipstjórnarmanna í notkun siglingakortatölva eða ECDIS. Hafa þeir alfarið hafnað þeirri aðferð að skipstjórnar- maður kenni öðrum skipstjórnarmanni á þann tækjabúnað sem notaður er í þessum tilgangi um borð í skipum. Nú skulu allir þeir sem sigla á skipum sem búin eru ECDIS hafa tekið nám- skeið hjá framleiðanda búnaðarins um borð eða frá viðurkennd- um skóla sem er samþykktur af framleiðanda búnaðarins sem skipið er búið. Nú gengur ekki lengur að láta vanan skipstjórn- armann kenna nýjum stýrimanni á búnaðinn í brúnni. Dýrt strand Hann fékk heldur betur að kenna á því skipstjórinn á ástralska flutningaskipinu Sattha sem er aðeins 245 bt að stærð þegar hann strandaði á Kóralrifinu mikla í Ástralíu. Það sem meira er að skipið hafði ekki gilt haffæri og því þótti dómaranum þörf á að refsa kallinum ríflega og dæmdi hann til sektar upp á tæpar 2,5 milljónir króna. Afdrifaríkur árekstur Árið 1975 sigldi ég á bandarísku skipi þar sem í brúnni var stórt skilti sem á stóð „Collision at sea can ruin your entire day“. Þessi orð komu mér í huga þegar ég las um franska skip- stjórann Philippe Deruy sem fannst látinn í íbúð sinni um borð í 13.800 TEU gámaskipinu CMA CGM Laperouse. Philippe, sem var 47 ára, hafði fyrirfarið sér eftir að útgerð skipsins til- kynnti honum að hann myndi láta af skipstjórn á skipinu. Jafn- framt var honum boðið starf í landi við að þjálfa yfirmenn skipa útgerðarinnar. Verið var að refsa honum fyrir að skip hans lenti í árekstri við flutningaskipið Thebe sem er 2.500 tonn að stærð. Skipstjórinn skyldi eftir bréf þar sem hann sagði að staðan væri orðin óþolanleg fyrir hann og að hann gæti ekki lengur tekist á við ástandið. Stéttarfélag skipstjórans hefur deilt hart á hvernig útgerðin tók á máli skipstjórans og hafi þar með hrakið hann út í sjálfsvíg. Útgerðin hefur í kjölfar sjálfsvígsins endurskoðað mannauðsstefnu sína og m.a. komið upp hjálparlínu til að veita starfsmönnum ráðgjöf. Einnig ætlar útgerðin að veita sjómönn- um útgerðarinnar sem telja sig vera utan við félagsanda útgerð- arinnar ráðgjöf og aðstoð. Áreksturinn kostaði skipstjórann æruna sem varð til þess að hann tók sitt eigið líf. Nýji skipverinn leyndi á sér Skipverjarnir á Pride of America vissu ekki að nýji skipverjinn sem þeir fengu til þjálfunar í eina viku væri sjálfur stjórnarfor- maður útgerðarinnar. Kevin Sheehan var látinn bera nafnið Peter Francis og fylgdu kvikmyndatökumenn honum alla vik- una. Skipverjum var sagt að verið væri að búa til raunveruleika- þátt fyrir sjónvarp þar sem tveir menn væru að keppa að því að vera ráðnir í stöðu sem var í boði en í hlutverki hins „skipverj- ans“ var fengin leikari. Að sjálfsögðu var Francis látinn vinna öll verk sem féllu til s.s. að þrífa salernin, þvo þilför, aðstoða fólk í klifurvegg skipsins sem og að dansa á skemmtun fyrir farþega með englavængi. Það var ekki fyrr en að vikunni lok- inni sem skipverjum var sagt hver Francis væri og sagði Shee- han að þessi vika hefði verið honum mjög lærdómsrík. Hann hefði fengið fullt af nýjum upplýsingum varðandi reksturinn en þegar hann kæmi um borð í skip útgerðarinnar NCL þá fengi hann aðeins að sjá það sem væri á yfirborðinu. Allir þeir skip- verjar sem á einn eða annan hátt leiðbeindu Sheehan voru verð- launaðir fyrir sinn þátt. Einn fékk fría ferð fyrir sig og alla fjöl- skylduna með einu skipa útgerðarinnar, annar var hækkaður í tign og þriðja var boðið að fara í nám og mennta sig til betri starfa innan útgerðarinnar svo eitthvað sé nefnt. Það var sem sagt ágóði fyrir skipverjana að tuska stjórnarformanninn til verka um borð. Nýr launasamningur Nýlega var gengið frá samkomulagi um hækkun launa til sjó- manna samkvæmt ILO samþykktinni um lágmarkslaun á sjó. Það var á fundi sem haldinn var í Genf í apríl sem samþykkt var að hækka lágmarkslaunin um 7,3% þannig að lægstu grunnlaun fara úr 545 dollurum í 585 dollara á tveimur árum. Krafa ILO var að fara með lágmarkslaunin upp í 710 dollara (81 þúsund) en útgerðarmenn höfnuðu slíkri hækkun á þeirri forsendu að erfiðir tímar væru í útgerð. Allt með öllu hækka því heildarlaunin (yfirvinna og frí) upp í 1.028 dollara sem er tæpar 118 þúsund.Flutningaskipið Thebe, sem CMA CGM Laperouse sigldi á, að koma til hafnar í Reykjavík á síðasta ári. Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Stjórnarformaður NCL gerðist undirmaður á Spirit of America sem hér sést í höfn á Honolulu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.