Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Side 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000
Átt þú rétt á styrk?
Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði
á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:
• starfstengt nám eða námskeið
• tómstundastyrkir
• meirapróf
• kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
gegnum Mið-Ameríku. Margskonar athuganir voru gerðar, en
áratugirnir liðu hver af öðrum án þess að nokkuð gerðist. Þrjár
leiðir þóttu vænlegastar: um Panamaeiðið, gegnum Nicaragua
og um Tehuantepeceiðið í Mexíkó.
Árið 1859 hóf Frakkinn Ferdinand de Lesseps (1805-1894)
að grafa skurð í gegnum Suezeiðið m.a. til að stytta siglinga-
leiðina frá Evrópu til Austurlanda. Það verk tók 10 ár og 1869
var skurðurinn vígður með mikilli viðhöfn.
Næst vildi de Lesseps snúa sér að skurði í
gegnum Mið-Ameríku. De Lesseps var
ekki verkfræðingur, en frumkvöðull með
mikinn sannfæringarkraft og sjálfstraust
langt yfir meðallagi. Hann hafði þó ekki
séð öll vandamálin fyrir. Suezskurðurinn
var grafinn í gegnum sendna eyðimörk
og var „sjávarmálsskurður“, tiltölulega
einfaldur, en Panamaeiðið var hálent og
þó sjávarföll séu næsta lítil í Karíbahaf-
inu, eru þau miklu meiri Kyrrahafsmeg-
in. De Lesseps var ákveðinn í að gera
„sjávarmálsskurð“, jafnvel þótt hæsti
tindurinn væri 110 m. yfir sjávarmáli og
berggrunnurinn víða harður en ekki til-
tölulega meðfærilegur sandur eins og í
Suez.
Annað vandamál var Chagresáin, stór-
fljót, sem í falla einar 17 ár og óx gríðar-
lega á regntímanum. Henni var ekki
hægt að veita í skurðinn og því varð að
leiða hana eitthvað annað. Þá voru það
sjúkdómarnir, einkum malaría og gula,
sem eru landlægar í hitabeltinu. Á þessum tíma vissu menn
ekki hvernig þessir sjúkdómar bárust og kunnu engin ráð til
lækninga.
Frakkar voru á þessum tíma taldir í fremstu röð í tækni- og
verkfræðigreinum, en þeir höfðu ekki neina reynslu af stórum
verkefnum í hitabeltinu. Alþjóðlegt hlutafélag var stofnað árið
1876 með miklu fé, sem bar nafnið „La Société internationale du
Canal interocéanique“ sem fékk tveim árum síðar samþykki yfir-
Þá tekur við Chagresáin (Río Chagres) er rann þarna löngu áður en mannskepnan tók að róta í eiðinu. Hún
var mikil áður en óx enn og dafnaði þegar Gatunstíflan var reist.