Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Síða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Birgir Óskarsson var loftskeytamaður
á togurum 1959 til 1963, fyrst á
Gylli frá Flateyri en lengst á Elliða og
Hafliða frá Siglufirði. Hann vann svo
um tíma á flugradíóinu í Gufunesi en
lengst við Lorankerfið á Gufuskálum,
síðast „reikimeistari“ á farsímadeild
Landssímans.
30. október 1962, þriðjudagur.
Liggjum á Siglufirði, komum úr siglingu
á sunnudagsmorgun, seldum í Cuxhaven
23. október 132,5 tonn fyrir 86.686 DM.
Verið er að ísa og setja olíu um borð,
einnig nýja eldavél sem tekin var í
Þýskalandi.
Það er NA átt og snjókoma öðru
hvoru enda lokaðist Skarðið fyrir
nokkru.
Ég lét klippa mig í dag hjá Ægi rakara
og er nú að dútla um borð, er búinn að
slípa omformer fyrir Loran, einnig at-
huga loftnetsinntak og rafliða fyrir hann.
Í gær var endurnýjað pappírsdrif í
Huges dýptarmæli og fékk ég þá um
borð tvo motora úr honum sem höfðu
verið í athugun í Reykjavík.
Hætt var við brottför í kvöld vegna
þess að ekki var búið að ganga frá elda-
vélinni nógu snemma, brottför ákveðin
9 í fyrramálið.
31. október, miðvikudagur.
Farið frá Siglufirði kl. 09:45 á leiðis á
fiskirí. Brottför tafðist vegna nokkura
sem voru ekki mættir, sumir fullir.
Stímað vestureftir, NNA 5, smáél.
Vorum útaf Horni er farið var að dimma,
haldið áfram suðureftir.
Sæmileg hlustunarskilyrði voru á
þrem fyrstu codatímunum en kl. 19:00
var illheyranlegt (QRM1). Kl. 23:30 var
ekkert eða lítið QRM og heyrðust allir
ágætlega. Codabylgjan er 6.3 Mc/s og svo
höfum við 6.336 Mc/s sem við notum
eftir tímann ef margir eru í einu á 6.3.
Það versta við 6.3 Mc/s er að svo virðist
vera að þetta sé kallbylgja fyrir rússnesk
skip því stundum eru 5 – 10 Rússar að
kalla þar í einu og þá er erfitt að ná
íslensku togurunum út úr því gargi..
Codatímar eru hjá okkur kl. 08:00,
11:30, 15:30, 19:00 og kl 23:30 en þeir
sem eru á Grænlandi eða Nýfundnalandi
mæta 10 mínútum fyrr. Þar eru aðeins
tveir togarar, Víkingur og Haukur (OXI).
1. nóvember, fimmtudagur.
Þegar ég vaknaði 10 fyrir 8 var Snæfell-
sjökull nokkuð langt í burtu dálítið aft-
urfyrir þvert á bak, NA kaldi en sjólaust.
Enn er stímað suðureftir. Þormóður Goði
hætti í morgun, selur í Þýskalandi á
laugardag.
Við köstuðum V af Stafnesinu og hef-
ur verið skaufi í holi síðan, en það þykir
ekki mjög slæmt nú á dögum því sama
ördeyðan er allt í kringum landið.
Narfi kom út í morgun og Surprise
hætti á síðasta tíma með 18 poka og fer
til Hafnarfjarðar.
Tveir töluðu heim til sín í kvöld, Júlli
og Böddi og Óli Matta talaði til Hafnar-
fjarðar.
Ég á næturvakt í nótt frá 0400 til
08:00 en nafni minn á Kaldbak tekur
fyrri partinn.
Hérna eru margir erlendir togarar og
virðist svipaður afli hjá þeim sem við
höfum séð til.
Ég braut eina pípuna mína í kvöld og
á nú aðeins tvær heilar eftir.
2. nóvember, föstudagur.
Erum enn á sömu slóðum, sami afli,
karfi, ufsi, ýsa og þorskur.
Ég byrjaði að smíða statív undir píp-
urnar mínar í nótt. Það verður fyrir
fjórar pípur.
Nú er komið sólskin en norðan
strekkingur er ennþá og dálítið kalt,
sjólaust.
Klefinn hérna er mjög rúmgóður
miðað við aðra togara svipað gamla, ca.
4x2,5 metrar með koju og legubekk sem
liggja þversum (dálítið bagalegt í miklum
Hafliði SI frá Siglufirði. Hafliði frá Húsavík
Óskarsson útvegaði Víkingnum myndina
sem Jóhann Örn Matthíasson tók
en Jóhann var með Birgi á Elliða
þegar togarinn fórst.
Birgir Óskarsson
Dagbókarbrot af togaranum HAFLIÐA