Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35
Stærð og þróun íslenska
kaupskipaflotans 1945-1960
Eins og frá var sagt í síðustu grein varð
íslenski kaupskipaflotinn fyrir allmiklum
skakkaföllum á styrjaldarárunum. Mörg
skip töpuðust, ýmist vegna hernaðarað-
gerða stríðsþjóðanna eða af öðrum or-
sökum, og á meðan stríðið geisaði var
útilokað að fá aðrar fleytur í staðinn eða
endurnýja skip sem orðin voru gömul og
úr sér gengin.
Í árslok 1945 áttu íslensk útgerðar-
félög alls þrettán kaupskip, samtals
9.593 brúttórúmlestir að stærð. Allt voru
þetta gufuskip, að Esju einni undanskil-
inni, og flest komin til ára sinna. Sex
skipanna voru í eigu Eimskipafélags Ís-
lands, Skipaútgerð ríkisins gerði út tvö
og önnur skip voru í eigu félaga, sem
gerðu aðeins út eitt skip hvert. Í þeim
hópi voru flóabátar. Þeir voru flokkaðir
sem kaupskip (eða flutningaskip) í opin-
berum gögnum, en sigldu aldrei á milli
landa og fæstir fóru út fyrir það svæði
sem þeir áttu að þjóna nema í undan-
tekningartilfellum. Þá var olíuskipið
Skeljungur talið til íslenskra kaupskipa
árið 1945. Það var fyrsta olíuflutninga-
skip í eigu Íslendinga og gerði H.f. Shell
í Skildinganesi það út til olíuflutninga á
milli hafna innanlands. Skeljungur var
búinn olíutönkum sem olíu og bensíni
var dælt úr og í en einnig var í skipinu
allstór lest fyrir olíutunnur, enda voru
olíugeymar aðeins á örfáum stöðum á
landinu. Gamli Skeljungur var í notkun
til 1947 er annað skip með sama nafni
tók við hlutverki hans. Það var í notkun
1956 þegar Kyndill kom nýr til landsins.
Fimm árum eftir styrjaldarlok, 1950,
hafði fjöldi íslenskra kaupskipa nærfellt
tvöfaldast. Þá voru þau alls 25 og heild-
arstærð flotans var 33.071 brúttórúm-
lestir, hafði meira en þrefaldast á fimm
árum. Útgerðarfélögum hafði einnig
fjölgað að mun, eins og nánar segir frá
síðar, og mörg skipanna sem bættust í
flotann á þessum árum voru ný, smíðuð
fyrir íslenska eigendur.
Þessi þróun hélt áfram allan 6. áratug-
Smiðjuvegi 74 • 200 Kópavogi • Sími 564 1550 • Fax 554 1650
marvis@marvis.is • www.marvis.is
FR
U
M
Marvís flanslegur
— opnar og lokaðar —færibönd
Henta í alla
matvæla-
vinnnslu
Heildarlausnir í drifbúnaði
Allir gírar eru með ryðfríum hulsum og boltum
Hekla siglir inn á Pollinn við Akureyri. Mynd: Minjasafnið á Akureyri