Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur inn. Kaupskipunum fjölgaði ár frá ári og meðalstærðin jókst er ný skip bættust í flotann og leystu önnur og eldri af hólmi. Nýju skipin voru nær undan- tekningarlaust mótorskip og þegar kom fram um miðjan 6. áratuginn voru gufu- skip að heita mátti horfin af skrám um íslensk kaupskip. Árið 1955 var tala íslenskra kaupskipa 27 og brúttórúmlestatalan samtals 47.735. Fimm árum síðar, 1960, voru skipin alls 32 og heildarstærð flotans 57.432 brúttórúmlestir. Útgerðarfélögum fjölgaði á 6. áratugnum og auk „gömlu“ fyrirtækjanna, Eimskipafélags Íslands og Skipaútgerðar ríkisins, komu fram á sjónarsviðið nýjar útgerðir og óx sum- um þeirra fiskur um hrygg á skömmum tíma. Ennfremur voru þess dæmi að eldri fyrirtæki voru vakin til lífsins. Verður nú greint í stuttu máli frá helstu kaupskipa- útgerðum á Íslandi á tímabilinu 1945- 1960 og skipum þeirra. Eimskipafélag Íslands Eimskipafélag Íslands var stærst og umsvifamest allra íslenskra kaupskipa- útgerða allt tímabilið, sem þessi grein tekur til. Árið 1945, þegar heimsstyrj- öldinni lauk, átti félagið sex skip en hið elsta, Gullfoss, hafði legið í Kaupmanna- höfn frá árinu 1940 og sigldi ekki framar undir merkjum félagsins. Það var selt til Færeyja, þar sem það hlaut nafnið Tjald- ur og var um árabil í ferðum á milli Færeyja og Kaupmannahafnar. Önnur skip Eimskipafélagsins í stríðs- lokin voru Brúarfoss, Fjallfoss, Lagarfoss, Reykjafoss og Selfoss. Þau voru öll kom- in til ára sinna, hæggeng gufuskip og önnuðu illa sívaxandi flutningaþörf félagsins. Af þeim sökum afréðu forráða- menn þess að ráðast í kaup og smíði nýrra skipa jafnskjótt og færi gæfist. Fyrsta nýja skipið sem keypt var í flot- ann var liðlega sex þúsund smálesta Libertyskip, smíðað í Bandaríkjunum árið 1945. Það var keypt árið 1948 og kom til landsins sama ár. Skipið hlaut nafnið Tröllafoss og var langstærsta flutningaskip í eigu Íslendinga á þeim tíma. Nokkru áður en Tröllafoss var keypt- ur gengu stjórnendur Eimskipafélagsins frá samningum um smíði þriggja flutn- ingaskipa í Danmörku. Þetta voru systur- skip, oft nefnd „þríburarnir“ í daglegu tali og hlutu nöfnin Dettifoss, Goðafoss og Lagarfoss. Þau komu ný til landsins á árunum 1948 og 1949 og 1950 bættist nýtt „flaggskip“ í flota Eimskipafélagsins er Gullfoss kom nýsmíðaður heim frá Danmörku. Á næstu þremur árum bætt- ust Reykjafoss, Tungufoss og Fjallfoss Drangajökull, skip Jökla hf., er fórst í Pentlandsfirði á milli Skotlands og Orkneyja hinn 28. júní 1960. Mynd: Landhelgisgæslan.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.