Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 36
Jól í Svíþjóð
Cuðl. Rósinkranz
r
G var nýkominn til Svíþjóðar og dvaldi á einum elzla og stærsta
lýðháskóla Svíþjóðar, í Tárna, sem er úti á Vestmannasléttunni,
kippkorn suðvestur af Uppsölum.
Nokkrum dögum eftir komu mína þangað vakna ég einn morguninn
með andfælum úr fasta svefni við það, að skyndilega verður ákaflega
bjart í litla herberginu mínu. Ég reyni að opna augun, en það er árangurs-
laust, því að birtan er svo skær. Augnlokin neita að hlýða. Hugsanirnar þjóta
með leifturhraða um heila minn: Er kviknað í húsinu? — Dreymir mig?
Sé ég ofsjónir? Eða er ég kominn í annan heim? Ég kemst þó fljótt að
raun um, að ég sé á veraldlegum stað, því að inndælan kaffiilm leggur að
vitum mínum. Augun venjast brátt birtunni, og ég sé dýrðlegan ljósa-
krans frammi við dyrnar. Þessi dýrðarbaugur færist nær og brátt sé ég
að á gólfinu, rétt hjá rúminu mínu, stendur ung og lagleg stúlka í drif-
hvítum kyrtli, sem nær niður á tær; á höfðinu hefur hún krans með log-
andi kertaljósum og heldur á bollabakka í höndunum. „Góðan daginn,“
segir hún „má ekki bjóða yður kaffi? — Það er Luciudagurinn í dag.“
Stúlkan líður hægt og hátíðlega inn að rúmi mínu, hneigir sig mjúklega
og setur bakkann með ilmandi kaffi og nýbökuðum kökum á stól við
rúmstokkinn minn. Ég lít á klukkuna. Hún er 6.
34