Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 72

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 72
FÁLÁT og köld rís foldin mót nýjum degi og framandi á þessum hnefti dagurinn vaknar. Hann horfir á jörðina kvíðinn, eins og hann eigi þar einskis framar að vænta af því, er hann saknar. Því höfin seilast óraveg eftir þeim skeljum, sem áður voru leikföng glaðværra barna, og austan um heiðar fer haustið grátt fyrir jeljum, og himininn sortnar að baki fjarlægra stjarna. Og stálgráir drekar af stálgráu hafi snúa. — Það er stormur í lofti og framandi véladynur. Og óttaslegnir himinsins fuglar fljúga, en fölt til moldar laufskrúð garðanna hrynur. Og jörðin sjálf er gripin geigvænum ótta, sem gangi henni örlög lífsins til hjarta. Hún flýgur áfram á einmanalegum flótta, án athvarfs og hvildar, sinn veg út í nóttina svarta. Svo týnist í fyrnsku, sem helgisögn, horfin í móðu, sá heimur, sem eitt sinn var leikvöllur sólskins og blóma. Þó lögðum við þaðan upp, og álengdar stóðu ungir, prúðbúnir dagar í heillandi Ijóma. En smátt varð allt, er við fengum úr býtum borið á borð við mikilleik þess, er sál okkar dreymdi, er lögðum við ungir leið okkar út í vorið, og lífið tærast og ferskast um hjörtun streymdi. Og hugurinn spyr: Hvort vorum það við, sem brugðumst þeim vængjuðu draumum, sem aldrei flugu til baka? Svo fátt er eftir til vitnis um verk, er við hugðumst að vinna, Guði til dýrðar. En hvern er að saka? Vor bernska tók við heimi, sem var að hrynja, og hennar framtið skein í blóði og tárum. Og bráðum eignast önnur kynslóð til minja um æsku sína, veröld flakandi’ í sárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.