Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 40

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 40
Norræn jól an, öll uppljómuð. Kirkjuklukkurnar hringja skært og hljómfagurt; hljóðið verður eitthvað svo einkennilega hvellt í kuldanum og snjónum. Á milli þess, sem kirkjuklukkurnar hringja, heyrist hófadynur og bjölluhljómur hvaðanæfa utan af sléttunni og úr skóginum. Kirkjufólkið er að koma, akandi í sleðum með einum eða tveim hestum fyrir, með klingjandi bjöl!- um. Það er óvenjuleg stemmning og hátíðablær yfir öllu. Við göngum upp að kirkjunni. Þar er fjöldi sleða og hesta. Karlar og konur í stórum loðúlpum stíga af sleðunum. Loðkragarnir eru hrímhvítir af andardrættinum, og skeggið á körlunum er hélað. Hestarnir eru látnir í hús og gefið, en fólkið gengur í kirkju. Hátíðlegir tónar orgelsins hljóma. Gamalkunn jólalög, sem ég hef heyrt heima á íslandi síðan í barnæsku, eru leikin, söngurinn hefst, og síðustu kirkjugestirnir troðast inn í fordyrið. Kirkjan er troðfull, því allir vilja fara til kirkju á jólaóttu í svo dásam- legu jólaveðri. I lok messunnar ganga tveir menn um og safna fé í „kol- lektið“. Hringlið í peningunum heyrist um alla kirkjuna, þegar þagnir verða í söngnum, og lætur hljóð þetta heldur illa í eyrum mínum, sem ekki eru vön við slíkt. Útgöngusálmurinn er leikinn. Fólkið gengur hljótt og hátíðlegt út úr kirkjunni. Vinir, nágrannar og kunningjar heilsast og bjóða hver öðrum gleðileg jól. — Hestarnir eru leiddir út úr hesthús- unum og spenntir fyrir sleðana; þeim finnst kalt, þeir frísa og stappa niður fótunum. Það hringlar í bjöllunum. Kunningjarnir kveðjast og bjóða hver öðrum heim. Og nú þýtur hver sleðinn af öðrum af stað, með mikl- um bjölluhljómi og hófadvn. Við skundum skógarveginn heim, milli snjóugra grenitrjáa. Það marr- ar í snjónum, hljómur kirkjuklukknanna, hófadynurinn og bjölluhljóm- urinn smádeyfist og deyr út í fjarlægðina. Heima í skólanum er allt upp- ljómað. Það er kertaljós í hverjum glugga. Nú er þó hlýlegt og notalegt að koma inn úr kuldanum og fá heitt kaffi og nýbakað brauð. Það er hátíð- legt og heimalegt í matsalnum, sem er uppljómaður og jólaskreyttur. — En hugurinn hvarflar heim, heim til íslands. Ég finn til söknuðar og heimþrár litla stund. — Litlu síðar leggjum við okkur aftur og fáum okkur væran blund til hádegisverðar. Jóladagurinn var kyrrlátur og tilbreytingarlítill. Ég sit mest og les sögur eins og flestir aðrir. Um kvöldið er ég boðinn, ásamt nokkrum 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.