Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 20

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 20
Norræn jól Hvort tveggja gerði skammdegisnóttina að ægilegri höfuðskepnu og manninn minni en strá. Jólablót forfeðra vorra voru seiðgaldur gegn óvættum myrkranna, hróp út í dularfulla tilveruna á liðsemd þess ókunna valds, sem stýrir skipan heimsins og markar takmörk myrkurs og ljóss. Blótin voru tækni fyrri tíma. Jólablótin skyldu þoka sólunni til norðurs á ný. Þau voru og ráðstafanir forfeðranna til þess að ár og friður skyldi færast yfir bjrggðirnar. í fyllingu tímans barst hingað norður boðskapurinn um Ijóskonung- inn, sem fæddist í fjárhúsinu og sigraði á krossinum. Særingar jólablót- anna þögnuðu, glæður sólhvarfaeldanna fölskvuðust. Það skein Ijós í myrkrinu. Maðurinn kraup við jötuna og fann sigurorð ljóssins skráð í augum hins helga barns. Hann horfði á krossinn og sá í baksýn hans það myrkur, sem yfirsté allt hugboð. En það var á flótta. Það var sigrað. Sjálfur Skaparinn hafði talað og orðið varð hold og bjó með oss. Hið veika líf í jötunni var í sérstökum skilningi líf af Guðs lífi og lífið var Ijós mann- anna. Hinn norræni maður fann, að hér var svarið við þrá hans. Ef hann gengi þessu lífi á hönd, ef hann gengi í þjónustu þessa ljóss gegn myrkr- inu, þá yrðu sólhvörf í tilveru hans, þá yrði ár og friður, blessun og gipía í byggðum mannanna. En hitt fann hann líka, að myrkrið átti ítök í hon- um sjálfum. Sterkur strengur í eðli hans var í duidu bandalagi við myrkrið. Það var um hann sagt eins og alla aðra menn: Þeir elskuðu mvrkrið meir en ljósið. Heiðindómur hvatanna var lífseigari en blótsiðirnir. Fjölkyngi feðranna megnaði ekki að snúa sólunni af braut sinni. En hefur ekki fordæðuskapur nútímans myrkvað þessa jörð? Það er ekki bjart yfir Norður- löndum á þessum jólum. Og þó er jólanótt bjartasta nafnið á norræna tungu. Júnínóttin, miðsumarnóttin, á ekki líkt því eins bjartan hljóm, ekki einu sinni neinn dagur ársins er sveipaður þvílíkri birtu í vitund vorri eins og þessi eina skammdegisnótt. Hvorki særingar horfinna daga né glys vorra daga veldur þessu, heldur sá, seni sólina skóp og er faðir ljósanna. Hann hefur boðað oss frið. Geisli dýrðar hans hefur brotizt í gegnum myrkrið og* rofið það. Vér höfum numið staðar í skini geislans á helgri nótt og gleymt honum síðan. Jólanóttin er einstæð. Hennar birta er hverfult skin vegna þess að boðskapur hennar hefur aðeins verið tilbreyting daganna en ekki mót þeirra. Vér lútum jólabarninu og játum, að oss sé frelsari fæddur, ljós- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.