Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 85

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 85
Norræn jól Antti getur ekki komið upp nokkru orði. Hann muldrar eittlivað ógreinilega, stígur með erfiðismunum af skíðunum og lætur þau liggja eftir og skjögrar að dyrunum. Hrím, snjór og mjölsáldur hafa í samein- ingu gert hann mjallhvítan eins og jólaengil. Anna styður hann inn í stof- una, en þar lætur hann fallast niður á bekkinn og varpar öndinni djúpt og þakklátlega. Með logandi trékveikju í hendinni hjálpar Anna manni sínum úr gærukuflinum og tekur af honum pokann, gætir þess óróleg, hvort hann sé nokkurs staðar kalinn, en léttir, þegar hún verður þess áskynja, að hann er í einu svitabaði. Hann er sveittur af áreynslunni síðasta spöl- inn heim. „Og nú ferðu undir eins í baðhúsið, Antti. Það er ylur þar enn, og ég get bætt á eldinn.“ Antti lætur konuna fara með sig eftir geðþótta. Hún leiðir hann til baðhússins, hitar það að nýju, þótt nægur sé hitinn, fær nonum heitt vatn og baðvendi og er svo önnum kafin, að hún veitir því ekki eftirtekt að Antti er ekki í skyrtu næst sér. Inn fer hún ekki fyrr en Antti er kominn upp á bálkinn og liggur þar endilangur, húðin farin að roðna og liðamót að mýkjast í heitri gufunni. Hún flýtir sér aftur inn í stofu og innan skamms skíðlogar í bökunar- ofninum. Börnin vakna og fá að vita, að jólin eru komin með pabba úr kaupstaðnum. Hún klæðir þau í sparifötin og segir þeim, að nú skuli þau bráðum fá nóg að borða. En sá fögnuður! Hún sækir ekki Antti fyrr en klukkustund er liðin. Hann er svo örmagna, að hann getur naumast staðið stuðningslaust, en samt tekur hann skíðin sín um leið og hann gengur hjá og reisir þau upp við vegg- inn. Inni er mikil breyting orðin á. Það skíðlogar á arninum, snjóhvítur dúkur er á borðinu, trékveikjur snarka á stjökum og í veggjunum, og á miðju borði standa fjögur dásamleg næfratrog, kúfuð nýbökuðu brauði úr mjöli og mjólk. Börnin sitja í röð eftir aldri kringum borðið og halda að sér höndum, og Anna tekur yngsta barnið úr vöggunni í faðm sér. „Komdu nú, góði Antti, og látum okkur blessa jólabrauðið.“ Þegar búið er að lesa borðbænina, tekur Antti til matar síns og opnar nú munninn í fyrsta skipti frá því að hann kom: 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.