Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 85
Norræn jól
Antti getur ekki komið upp nokkru orði. Hann muldrar eittlivað
ógreinilega, stígur með erfiðismunum af skíðunum og lætur þau liggja
eftir og skjögrar að dyrunum. Hrím, snjór og mjölsáldur hafa í samein-
ingu gert hann mjallhvítan eins og jólaengil. Anna styður hann inn í stof-
una, en þar lætur hann fallast niður á bekkinn og varpar öndinni djúpt og
þakklátlega. Með logandi trékveikju í hendinni hjálpar Anna manni sínum
úr gærukuflinum og tekur af honum pokann, gætir þess óróleg, hvort
hann sé nokkurs staðar kalinn, en léttir, þegar hún verður þess áskynja,
að hann er í einu svitabaði. Hann er sveittur af áreynslunni síðasta spöl-
inn heim.
„Og nú ferðu undir eins í baðhúsið, Antti. Það er ylur þar enn, og ég
get bætt á eldinn.“
Antti lætur konuna fara með sig eftir geðþótta. Hún leiðir hann til
baðhússins, hitar það að nýju, þótt nægur sé hitinn, fær nonum heitt vatn
og baðvendi og er svo önnum kafin, að hún veitir því ekki eftirtekt að
Antti er ekki í skyrtu næst sér. Inn fer hún ekki fyrr en Antti er kominn
upp á bálkinn og liggur þar endilangur, húðin farin að roðna og liðamót
að mýkjast í heitri gufunni.
Hún flýtir sér aftur inn í stofu og innan skamms skíðlogar í bökunar-
ofninum. Börnin vakna og fá að vita, að jólin eru komin með pabba úr
kaupstaðnum. Hún klæðir þau í sparifötin og segir þeim, að nú skuli þau
bráðum fá nóg að borða.
En sá fögnuður!
Hún sækir ekki Antti fyrr en klukkustund er liðin. Hann er svo
örmagna, að hann getur naumast staðið stuðningslaust, en samt tekur
hann skíðin sín um leið og hann gengur hjá og reisir þau upp við vegg-
inn. Inni er mikil breyting orðin á. Það skíðlogar á arninum, snjóhvítur
dúkur er á borðinu, trékveikjur snarka á stjökum og í veggjunum, og á
miðju borði standa fjögur dásamleg næfratrog, kúfuð nýbökuðu brauði úr
mjöli og mjólk. Börnin sitja í röð eftir aldri kringum borðið og halda að sér
höndum, og Anna tekur yngsta barnið úr vöggunni í faðm sér.
„Komdu nú, góði Antti, og látum okkur blessa jólabrauðið.“
Þegar búið er að lesa borðbænina, tekur Antti til matar síns og opnar
nú munninn í fyrsta skipti frá því að hann kom:
83