Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 58

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 58
Norræn jól inn í hlýtt herbergi, og einhver hellti ofan í hann heitu tei. Hann var færður úr loðúlpunni, margar raddir buðu hann velkominn, og hlýar hendur neru líf í hina loppnu fingur hans. Ruster varð svo ruglaður í höfðinu af öllu þessu, að hann áttaði sig ekki fyrr en eftir stundarfjórðung. Hann gat ómögulega skilið að hann væri aftur kominn til Laufdala. Hann hafði ekki haft hugmynd um, að vinnumaðurinn hafði gefizt upp á því, að aka honum í óveðrinu og snúið við með hann heim aftur. Hann áttaði sig heldur ekki á því, hve vel var tekið á móti honum á heimili Liljekrona. Hann vissi ekki hve vel kona Liljekrona skildi, hve erfið ferð þessi hafði verið fyrir hann, þetta aðfangadagskvöld, þegar hon- um hafði verið úthýst við hverjar dyr, sem hann hafði knúið á. Hún aumkaðist svo mikið yfir hann, að hún gleymdi sínum eigin áhyggjum. Liljekrona hélt áfram að spila inni í herbergi sínu, knúinn heitum til- finningum. Hann vissi ekki, að Ruster var kominn og sat nú í salnum hjá konu hans og börnum. Vinnufólkið, sem vant var að vera í salnum á að- fangadagsvöld, hafði flúið út í eldhús frá leíðindunum inni hjá fjöl- skyldunni. Húsfreyjan beið ekki með að láta Ruster fá verkefni. „Ruster heyrir sjálfsagt,“ sagði hún, „að Liljekrona spilar allt kvöldið, ég þarf að sjá um matinn og að leggja á borðið. Börnin eru alveg yfir- gefin. Þú verður nú að taka að þér tvö minnstu börnin Ruster.“ Börn voru þær mannverur, sem Ruster hafði minnst umgengizt. Hann hafði aldrei hitt börn í „kavaljera“bústaðnum eða í hermannatjöldun- um, hvorki í gistihúsunum eða á þjóðveginum. Hann var hálffeiminn við þau, og vissi ekki hvað hann átti að segja við börn, sem verið gæti nógu fínt. Hann tók upp flautuna og fór að kenna þeim að handleika takka og göt hennar. Þessir litlu fjögra og sex ára snáðar fengu nú kennslu í að leika á flautu og voru mjög áhugasamir. „Þetta er a,“ sagði Ruster, „og þetta er c,“ og svo tók hann þá tóna. Þeir litlu vildu vita nánar um hvers konar a og c það væri, sem væri spilað. Þá tók Ruster upp nótnapappír og skrifaði nokkrar nótur fyrir þá. „Nei,“ sögðu börnin, „þetta er ekki rétt.“ Og þau hlupu af stað til þess að sækja stafrófskver. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.