Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 58
Norræn jól
inn í hlýtt herbergi, og einhver hellti ofan í hann heitu tei. Hann var færður
úr loðúlpunni, margar raddir buðu hann velkominn, og hlýar hendur
neru líf í hina loppnu fingur hans.
Ruster varð svo ruglaður í höfðinu af öllu þessu, að hann áttaði sig
ekki fyrr en eftir stundarfjórðung. Hann gat ómögulega skilið að hann
væri aftur kominn til Laufdala. Hann hafði ekki haft hugmynd um, að
vinnumaðurinn hafði gefizt upp á því, að aka honum í óveðrinu og snúið
við með hann heim aftur.
Hann áttaði sig heldur ekki á því, hve vel var tekið á móti honum á
heimili Liljekrona. Hann vissi ekki hve vel kona Liljekrona skildi, hve
erfið ferð þessi hafði verið fyrir hann, þetta aðfangadagskvöld, þegar hon-
um hafði verið úthýst við hverjar dyr, sem hann hafði knúið á. Hún
aumkaðist svo mikið yfir hann, að hún gleymdi sínum eigin áhyggjum.
Liljekrona hélt áfram að spila inni í herbergi sínu, knúinn heitum til-
finningum. Hann vissi ekki, að Ruster var kominn og sat nú í salnum hjá
konu hans og börnum. Vinnufólkið, sem vant var að vera í salnum á að-
fangadagsvöld, hafði flúið út í eldhús frá leíðindunum inni hjá fjöl-
skyldunni.
Húsfreyjan beið ekki með að láta Ruster fá verkefni.
„Ruster heyrir sjálfsagt,“ sagði hún, „að Liljekrona spilar allt kvöldið,
ég þarf að sjá um matinn og að leggja á borðið. Börnin eru alveg yfir-
gefin. Þú verður nú að taka að þér tvö minnstu börnin Ruster.“
Börn voru þær mannverur, sem Ruster hafði minnst umgengizt.
Hann hafði aldrei hitt börn í „kavaljera“bústaðnum eða í hermannatjöldun-
um, hvorki í gistihúsunum eða á þjóðveginum. Hann var hálffeiminn við
þau, og vissi ekki hvað hann átti að segja við börn, sem verið gæti nógu fínt.
Hann tók upp flautuna og fór að kenna þeim að handleika takka og
göt hennar. Þessir litlu fjögra og sex ára snáðar fengu nú kennslu í að leika
á flautu og voru mjög áhugasamir. „Þetta er a,“ sagði Ruster, „og þetta er
c,“ og svo tók hann þá tóna. Þeir litlu vildu vita nánar um hvers konar a og c
það væri, sem væri spilað. Þá tók Ruster upp nótnapappír og skrifaði
nokkrar nótur fyrir þá.
„Nei,“ sögðu börnin, „þetta er ekki rétt.“ Og þau hlupu af stað til þess
að sækja stafrófskver.
56