Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 76

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 76
Norræn jól vegna látast börnin vera að borða og hafa spýtukubba fyrir brauð og tóma könnu fyrir mjólk. Og þess vegna liggur húsbóndinn uppi á oíninum og mókir. Allt í einu hætta börnin að leika sér og leggja við hlustirnar. IJti marrar í snjónum, nettir fætur stappa af sér snjóinn á svelluðum þrep- unum, hönd tekur í hurðina, sem opnast marrandi, og inn í stofuna kemur kona sveipuð kuldamóðu, dúðuð héluðum flíkum upp að eyrum. Hún lokar dyrunum í skyndi, kuldamökkurinn leysist upp og hverfur, börnin hópast um hana, og yngsta barnið, sem ekki er farið að ganga, skríður upp úr vöggunni, dettur á gólfið og hljóðar hástöfum. Konan tekur það upp. vönum höndum, raular við það og þrýstir því upp að héluðum barmi og lætur sig einu gilda, þótt barnið hljóði enn hærra en áður. Svo gengur hún rösklega inn að ofninum, skyggnist eftir manni sínum og sér glytta í grá- leit strigafötin. Hún segir stutt í spuna: „Jæja, Antti, nú er ekki um annað að gera fyrir þig, en að komast á fætur og dragnast niður í kirkjuþorpið.“ „Hana nú,“ svarar Antti. „Það er eins og það sé kviknað í kotinu. Ligg- ur einhver ósköp á? Ekki fer ég að fara til kirkjunnar svona um hánótt.“ „Liggur á? Það er líklega ekki sá munur á hungrinu og eldinum. Hvorugt er öðru betra. En ég kem með góðar fréttir frá Pusula. Þeir fóru allir til kirkjuþorpsins, því að þar lætur ríkisstjórnin sjálf úthluta mjöli handa þeim, sem nauðstaddir eru. Og nú ferðu þangaö, Antti, eins og allir hinir. Þá fáum við að minnsta kosti nýbakað brauð um jólin.“ Antti snýr sér við uppi á ofninum og teygir andlitið fram úr myrkr- inu. Það er þverúðarsvipur á honum. Það er eins og hann sé að hlusta eftir einhverri annarri rödd, hann hristir höfuðið og strýkur fingrunum gegn- um þykkt hárið. „Jæja, jæja — minna má það ekki kosta en ég fari að biðja beininga.’1 „Hvað er annað að gera? Er þetta ekki fjórði dagurinn, sem við höf- um lifað á mjólkurdropanum úr kýrgreyinu, og hljóða börnin ekki af hungri og ertu ekki sársvangur sjálfur, og er ég ekki svöng? Hvað lengi komumst við af svona?“ „Svona, svona — það er satt, sem þú segir, en hvaða fjandans æði er þetta, kona.“ 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.