Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 41

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 41
Norræn jól öðrum gestum, til rektorsins. Það er kveikt á jólatré, sungið, spilað á píanó, spjallað og drukkið kaffi. Við skemmtum okkur lengi og vel fram eftir kvöldi. Um jólin er venja að fara á skíði, þegar fært er. Margir fá þá líka skiði í jólagjöf, og er því sjálfsagt að vígja þau á jólunum, ef þess er kostur. Aðfaranótt annars dags jóla hafði fennt lítilsháttar og frostið minnk- að. Um hádegi var komið bjart og fagurt veður. Dúnmjúk fannbreiðan lá yfir ökrum og skógum. Hinar grænu greinar grenitrjánna svignuðu undan mjúkri mjöllinni og stungust hér og hvar út úr hvítum feldinum. Þennan fagra hátíðisdag, þegar sólin um hádegisbilið gægðist yfir skógarbrúnina og hellti rauðum geislum sínum yfir hina snæviþöktu akra og skóga og setti hinn ævintýralegasta ljóma vetrardagsins á umhverfið, spenntum við á okkur skíðin og Iögðum af stað, allstór hópur, á skíðagcngu í skóginum. Það var silkifæri og við brunuðum áfram mjóa skógarstíga, þar seni við rákum okkur á snjóugar greinarnar, svo mjöllin féll ofan í hálsmálið, yfir skógarengi, hæðir og hóla. Flestir í hópnum voru mér æfðari í að ganga á skíðum í skóginum, svo ég mátti hafa mig allan við til þess að dragast ekki aftur úr. Og hálfsmeykur var ég að renna mér niður skógarhæð- irnar, þótt ekki væru þær háar, því alls staðar voru trén, sem ég var dauð- hræddur við að renna á. Skíðaferðin gekk þó að óskum að öllu leyti. Við komum heim í rökkrinu, glöð og hress, með öll skíðin heil, fengum okkur gufubað og veltum okkur síðan í hreinni mjöllinni undir stjörnubjörtum næturhimninum. Það var hressandi bað. Við vorum nú eins og nýslegnir túskildingar og vel upplagðir til þess að skemmta okkur um kvöldið í boði eins kennarans. Farið var í ýmsa jólaleiki, og það var spilað og sungið og dansaðir hringleikar fram á nótt. Við skemmtum okkur prýðis vel. Nokkru eftir miðnætti kvöddum við þó og héldum út í stjörnubjarta nóttina, gengum eftir hinum mjóu stígum trjágarðsins og heim í svefnhús okkar. Ég hafði ekki fundið til þreytu, en gott var að halla sér á koddann eftir þenna ánægjulega og athafnasama dag. — Jólin voru liðin, — fyrstu jólin í fram- andi landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.