Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 40
Norræn jól
an, öll uppljómuð. Kirkjuklukkurnar hringja skært og hljómfagurt; hljóðið
verður eitthvað svo einkennilega hvellt í kuldanum og snjónum. Á milli
þess, sem kirkjuklukkurnar hringja, heyrist hófadynur og bjölluhljómur
hvaðanæfa utan af sléttunni og úr skóginum. Kirkjufólkið er að koma,
akandi í sleðum með einum eða tveim hestum fyrir, með klingjandi bjöl!-
um. Það er óvenjuleg stemmning og hátíðablær yfir öllu.
Við göngum upp að kirkjunni. Þar er fjöldi sleða og hesta. Karlar og
konur í stórum loðúlpum stíga af sleðunum. Loðkragarnir eru hrímhvítir
af andardrættinum, og skeggið á körlunum er hélað. Hestarnir eru látnir
í hús og gefið, en fólkið gengur í kirkju. Hátíðlegir tónar orgelsins hljóma.
Gamalkunn jólalög, sem ég hef heyrt heima á íslandi síðan í barnæsku,
eru leikin, söngurinn hefst, og síðustu kirkjugestirnir troðast inn í fordyrið.
Kirkjan er troðfull, því allir vilja fara til kirkju á jólaóttu í svo dásam-
legu jólaveðri. I lok messunnar ganga tveir menn um og safna fé í „kol-
lektið“. Hringlið í peningunum heyrist um alla kirkjuna, þegar þagnir
verða í söngnum, og lætur hljóð þetta heldur illa í eyrum mínum, sem
ekki eru vön við slíkt. Útgöngusálmurinn er leikinn. Fólkið gengur hljótt
og hátíðlegt út úr kirkjunni. Vinir, nágrannar og kunningjar heilsast og
bjóða hver öðrum gleðileg jól. — Hestarnir eru leiddir út úr hesthús-
unum og spenntir fyrir sleðana; þeim finnst kalt, þeir frísa og stappa
niður fótunum. Það hringlar í bjöllunum. Kunningjarnir kveðjast og bjóða
hver öðrum heim. Og nú þýtur hver sleðinn af öðrum af stað, með mikl-
um bjölluhljómi og hófadvn.
Við skundum skógarveginn heim, milli snjóugra grenitrjáa. Það marr-
ar í snjónum, hljómur kirkjuklukknanna, hófadynurinn og bjölluhljóm-
urinn smádeyfist og deyr út í fjarlægðina. Heima í skólanum er allt upp-
ljómað. Það er kertaljós í hverjum glugga. Nú er þó hlýlegt og notalegt að
koma inn úr kuldanum og fá heitt kaffi og nýbakað brauð. Það er hátíð-
legt og heimalegt í matsalnum, sem er uppljómaður og jólaskreyttur. —
En hugurinn hvarflar heim, heim til íslands. Ég finn til söknuðar og
heimþrár litla stund. — Litlu síðar leggjum við okkur aftur og fáum okkur
væran blund til hádegisverðar.
Jóladagurinn var kyrrlátur og tilbreytingarlítill. Ég sit mest og les
sögur eins og flestir aðrir. Um kvöldið er ég boðinn, ásamt nokkrum
38