Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 25

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 25
Gildi norrænnar samvinnu Guðlaugur Rósinkranz EKKI ER MEÐ neinni vissu hægt að segja, hvenær hugmyndin um sam- band eða samvinnu Norðurlandaþjóðanna hefur fyrst komið fram. Með krýningu Eiríks av Pommern sem konungs hinna þriggja Norðurlanda, Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar árið 1397, hefur oft verið talið, að fyrsta tilraun til norrænnar samvinnu hafi verið gerð. Samband þetta er kallað Kalmarsambandið. En þar var ekki um norræna samvinnu að ræða í sama skilningi og nú er. Það var eingöngu stjórnarfarslegt atriði, sameining þriggja ríkja undir veldissprota eins konungs. Það er fyrst á síðustu áratugum síðustu aldar að byrjað er að ræða um menn- ingarsamvinnu Norðurlandaþjóðanna á grundvelli frjálsra samtaka menntamanna. Þessi hugmynd kom þá einkum fram á sameiginlegum fundum Norðurlanda- stúdenta. Voru þá oft fluttar hásemdar ræður um þessa samvinnu, en lítið varð um raunhæfar framkvæmdir. Þessi þáttur í hinni norrænu samvinnu hefur síðan oft verið kallað stúdentaskandinavismi og ekki talinn merkilegur. En þessi hreyf- ing var þó grundvöllur undir þá norrænu samvinnu, sem byrjaði með stofnun Norrænu félaganna, er hófu störf í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 1919, á íslandi 23

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.