Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 30

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 30
Margt á döfinni — Stutt viðtal við Halldór Ásgrímsson samstarfsráðherra — Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra er nú samstarfsráðherra norrænna málefna í ríkisstjórninni. Af því tilefni beindu „Norræn jól“ til hans fáeinum spurningum: — Hvenær fórst þú að taka þátt í norrænu samstarfi, og hvaða þáttum þess hefur þú einkum kynnst? — Ég kynntist fyrst þýðingu nor- ræns samstarfs sem námsmaður í Noregi og Danmörku. Þessi und- irstaða kom sér vel þegar ég hóf af- skipti af stjórnmálum og tók sæti í Norðurlandaráði. Ég sat fyrst á Norðurlandaráðsþingi sem varamað- ur 1976 og hef síðan verið meira eða minna þátttakandi í samstarfi Norðurlandanna sem meðlimur í Norðurlandaráði og nú síðast sem samstarfsráðherra íslands. — Hver eru nýjustu dæmin um beinan árangur norrænnar samvinnu, t. d. frá síðasta einu til tveimur árum? — Beinn og óbeinn árangur af norrænu samstarfi blasir við okkur á flestum sviðum þjóðfélags hinnar „norrænu fjölskyldu", en árangur er lengi að skila sér í fjölþjóðasamstarfi, einkum þar sem eining en ekki yfir- burðir atkvæða ræður úrslitum mála. Margar starfsáætlanir og verkefni spanna yfir mörg á og skila sér smátt og smátt, en ekki í einu vetfangi. Þannig má geta þess að árið í ár er hið fyrsta eiginlega starfsár Sameiginlegrar ácetlunar Norðurlanda til að ejla hagþróun og atvinnu, en áætlun þessi á að spanna 3—5 ár. Til framkvæmdar þessarar áætlun- ar var í ár varið um 250 milljónum króna af sameiginlegum fjárlögum Norrænu ráðherranefndarinnar og 2,5 milljörðum króna af ríkisfjárlögum skandinavísku landanna fjögurra. í áætluninni er m. a. gert ráð fyrir veru- legum fjárfestingum í samgöngukerf- um Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og voru ofantaldir fjármun- ir að verulegu leyti notaðir í því skyni. Af mörgum atriðum áætlunarinnar er eitt sem varðar okkur íslendinga sérstaklega, þ. e. stofnun Próunarsjóðs fyrir hin vestlægari Norðurlönd (Færeyjar, ísland og Grænland). — Að hvaða verkefnum er nú unn- ið af mestu kappi, og hver þeirra snerta okkur íslendinga mest? — Unnið er af kappi við fjölmörg verkefni sem ekki er unnt að tíunda í svona stuttu viðtali, en ég vil þó nefna til sögunnar þrjú dæmi um verkefni, sem öll snerta ísland, beint og óbeint. Hið fyrsta er, að 19. ágúst sl. undirrit- aði ég ásamt hinum samstarfsráðherr- um Norðurlanda Samning um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd og staðfesti reglur sjóðsins. Fór sú athöfn fram á ráðherrafundi á Höfn í Hornafirði að viðstöddum for- sætisráðherra. Stofnun þessa sjóðs hefur lengi ver- ið í deiglunni og undirbúningur verið fyrst og fremst á höndum byggða- málaráðherranna, en Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra fer með byggðamál í ríkisstjórninni. Sjóðnum er ætlað að efla svæðis- bundna norræna samvinnu, auka hagþróun á hinum vestlægu Norður- löndum og efla samvinnu milli hinna vestlægu Norðurlanda innbyrðis svo og samvinnu þeirra við önnur Norðurlönd. Sjóðurinn er stofnaður í þeim til- gangi að efla fjölhæft og sam- keppnishæft atvinnulíf á hinum vest- lægu Norðurlöndum með lánveiting- um og styrkjum. Honum er jafnframt ætlað að stuðla að aukinni samvinnu Norðurlandanna á svið iðnaðar í við- skiptum og tækni. Stofnfé sjóðsins verður jafngildi 14,1 milljónar Banda- ríkjadala og nemur framlag íslands andvirði 400 þúsund dala. Þá má geta þess, að aðsetur sjóðsins verður í Reykjavík og fulltrúar hans í Þórshöfn og Nuuk. Þá vil ég nefna mál sem kemur sjávarútvegnum sérstaklega við. Um norrænt samstarf á sviði sjávarút- vegsmála hefur mörg undanfarin ár verið fjallað í norrænni nefnd um sjáv- arútvegsmál. Þótt samstarfsfyrir- komulag þetta hafi að mörgu leyti verið markvisst og árangursríkt, hefur það þó sýnt sig, að þörf var á fastmótaðra samstarfi um sjávarút- 28

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.