Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 18
Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 1986: Hafliði Hallgrímsson íslenskt tónskáld, Hafliði Hallgríms- son, hlaut á liðnum vetri tónskálda- verðlaun Norðurlandaráðs 1986 fyrir verk sitt, „Poemi“. Hafliði er annar íslendingurinn sem hlotnast hefur þessi viðurkenning. Hann er nú bú- settur í Edinborg, en veitti verð- laununum viðtöku á 34. þingi Norður- landaráðs sem haldið var í Kaup- mannahöfn í byrjun mars. Þá voru liðin tíu ár frá því að Atli heimir Sveinsson fékk verðlaunin fyrir „Flautukonsert“ sinn, en þeim er út- hlutað annað hvert ár. Atli var nýlega ráðinn til þess að semja sjónvarps- óperu í samvinnu við fleiri norræna listamenn og hyggst að einhverju leyti hafa hitann úr skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, „Vikivaka". Hafliði Hallgrímsson er 45 ára gamall, fædur og uppalinn á Akur- eyri. Eftir tónlistarnám þar og í Reykjavík hélt hann utan til fram- haldsnáms sem hann stundaði m. a. á Ítalíu og í Bretlandi. Hafliði á að baki viðburðaríkan feril sem sellóleikari, tónskáld og kennari. Hann var búsett- ur í Lundúnum í 13 ár og var á þeim tíma atkvæðamikill kammertónlistar- maður og einleikari í tónlistarsölum og útvarpi og sjónvarpi BBC. Hann hefur komið fram á tónleikum í um það bil 40 löndum og haft náið sam- starf við ýmsa heimskunna listamenn. Fyrir tæpum fjórum árum stofnaði hann tríó sem kennt er við málarann Mondrian og gerðist um svipað leyti kennari við Konunglegu tónlistaraka- demíuna í Skotlandi. Hafliði Hallgrímsson hefur á síðari árum gefið sig æ meira að tónsmíðum og hafa tónverk eftir hann verið flutt víða í Evrópu. Arið 1975 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðasamkeppni á Ítalíu sem kennd er við fiðlusnilling- inn og tónskáldið Viotti. Verðlaunaverkið „Poemi“ var sam- ið í Edinborg fyrri hluta árs 1983 að tilstuðlan Skoska listráðsins. Það er tileiknað Jaime Laredo og strengja- deild Skosku kammersveitarinnar í tilefni af tíu ára afmæli hennar, en í þeirri sveit var Hafliði fyrsti selló- leikari um árabil. „Poemi“ er verk fyrir fiðlu og strengjasveit og var frumflutt í Reykjavík 1985 af Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn tónskálsins. Kveikja þess er þrjú málverk Chagalls á safni í Nice og skiptist það í þrjá þætti: Draum Jakobs, Fórn ísaks og Glímu Jakobs við engilinn. „Norræn jól“ samgleðjast Hafliða yfir sigrinum og óska honum gæfu og gengis í lífi og list. Minningar Bodil Begtrup Á þessu ári komu út hjá Centrum- forlaginu í Danmörku endurminning- ar Bodil Begtrup, skráðar af henni sjálfri. Þar lýsir hún ævi sinni og starfsferli í stuttu og skýru máli sem gefur geðþekka mynd af höfundinum og viðleitni hans til þess að stuðla að batnandi sambúð, sáttum og skilningi þjóða í milli. Bodil Begtrup er íslendingum að góðu kunn og eignaðist hér marga vini þegar hún var sendiherra Dana á íslandi árin 1949—56. Því embætti gegndi hún fyrst danskra kvenna og varð síðar sendiherra Danmerkur í Sviss og Portúgal. Ung nam hún stjórnvísindi og kom mikið við sögu í „Danske kvinders nationalrád", kynntist starfi Þjóðabandalagsins og var einatt fulltrúi þjóðar sinnar og dönsku utanríkisþjónustunnar í starfi alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins þar sem málefni kvenna, friðar- og mannrétt- indamál voru meginviðfangsefni hennar. Bodil Begtrup íslendingar hafa löngum verið for- vitnir um hvernig útlendingar bera þcim söguna og lýsa kynnum sínum af landi og þjóð. Má því ætla að minn- ingar Bodil Begtrup veki áhuga margra. íslandskaflinn sem birst hef- ur að hluta til í íslenskri þýðingu í Morgunblaðinu er tæpur þriðjungur bókarinnar sem er 192 bls. mcð allmörgum ljósmyndum og nefnist „Kvinde i et verdenssamfund". Hafliði Hallgrímsson. 16

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.