Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 16

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 16
hann þó fyrir sér ullarsokkana, svo að Geirþrúður gamla fór að síðustu að halda, að hann væri farinn að leita að lykkjufalli á þeim. En svo var mál með vexti, að Vögg sýndist ekki betur en að þetta væru alveg sömu sokkarn- ir og hann hafði séð í kistunni hans Jólaskröggs. Loks slöngvaði hann handleggjunum um hálsinn á Geir- þrúði gömlu og sagði: „Þakka þér, amma mín, fyrir sokkana og skóna — og svo fyrir sokkana!“ „Guð blessi þig, Vöggur minn“, sagði Geirþrúður gamla og viknaði. ,Ja, satt er það, að litlu verður Vögg- ur feginn“. Nú var settur pottur á hlóð og hvít- ur dúkur breiddur á borð. Og svo var kveikt á kóngaljósinu. En Vöggur litli hljóp til og frá í nýju sokkunum sínum og skónum. Stundum staðnæmdist hann þó við gluggann og horfði undr- andi augum út yfir heiðina. Hann botnaði einhvern veginn ekki í því, hvernig hann hafði komist heim. En Jólaskröggur er góður og Geirþrúður gamla þá ekki síður, það vissi hann upp á sína tíu fingur. Og gaman var að lifa jólin, blessuð jólin! Og þarna tindruðu nú óteljandi stjörnur á himninum ofan yfir heiðina. Og ein svar stærst. En á heið- arbýlinu, eina heiðarbýlinu á allri heiðinni, ríkti heimilisylurinn, hjarta- ylurinn og gleðin. Agúst H. Bjarnason þýddi. Skýringar 1 Pað er þjóðtrú í Svíaríki, að Julvátten (Jóla- skröggur) komi með gjafirnar. 2 Búálfar (tomtegubbar) eru taldir vera á hverj- um bts í Svíaríki, og láta þeir sér annt um heill og hagsmuni heimilisins. Það lítur út fyrir, að þessi alkunna íslenska bamaþula sé einn af húsgöngum þeim, er gengið hafa um 'óll Norðurlönd. Aðalmunur- inn á þulunni á íslensku og scensku er sá, að í senskunni er það kvíga, sem kveðið er um. A stensku er þulan svona: Grimma vid grinden / grát och sade: nu er min moder mj'ólkad fór andre; nu fár jag gánga sommaren lánga med svulten mage i tufvig hage; den lilla mulen ár illa vulen att nafsa gr'áset i ris og Ijung; jag borde haft mjölk till fram mot juten, ty Grimma 'ár 'ánnu sá ung, sá ung. Fyrr en varir breytíst veruleikinn í ljúfan draum HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS Vœnlesgast til vinninsfs / 14

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.