Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 9
der og Sverrir Hermannsson, nú sam- eiginlega tillögu til Poul Schlúters for- sætisráðherra „om endelig afslutning af sagen om de islandske hándskrift- er“, og hann galt síðan samþykki sitt með bréfi dagsettu 3. mars 1986. Loks hittust svo Bertel Haarder og Sverrir Hinn 14. september í haust var þess minnst með ýmsum hætti að þann dag var öld liðin frá fæðingu Sigurðar Nordals sem með háskólakennslu sinni, ritstörfum og rannsóknum í ís- lenskum og norrænum fræðum ávann sér á langri ævi frægð og virðingu sem varpaði ekki aðeins ljóma á ísland, heldur Norðurlönd öll. í starfi sínu kom hann víða við og áhrifa hans gætti á mörgum sviðum; hann var t. d. sendiherra íslands í Danmörku 1951—57 þegar mikið þótti við liggja í handritamálinu. Formaður Norræna félagsins var Sigurður 1932 — 36. Ógleymanlegur persónuleiki verður hann flestum sem kynntust honum og fullvíst má telja að sem fræðimaður, skáld og heimspekingur muni hann lifa lengi í vitund íslendinga. Vcgna alarafmælisins minntust hans margir í blöðum og öðrum fjöl- miðlum. Menntamálaráðherra boðaði til afmælishátíðar í Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi hans og tilkynnti þar að komið yrði á laggirnar Stofnun Sig- urðar Nordals við Háskóla íslands. Sama dag var opnuð í anddyri Lands- bókasafnsins sýning á bókum hans, bréfum og handritum og út komu undir heildarheitinu „Mannlýsingar“ Hermannsson á Þingvöllum hinn 1. ágúst 1986 og undirrituðu sérstaka bókun, sem gerð var bæði á dönsku og íslensku, til staðfestingar því að hand- ritamálið væri fullkomlega til lykta leitt. Jónas Kristjánsson þrjú fyrstu bindi ritverka Sigurðar Nordals sem Almenna bókafélagið stendur fyrir útgáfu á. Fyrir skemm- stu gaf svo Hið íslenska bókmenntafé- lag út hcimspekifyrirlestra Sigurðar um einlyndi og marglyndi sem þar með birtast á prenti í fyrsta sinn. N 1986 0 FORSÍÐAN Forsíðumynd „Norrænna jóla“ er að þessu sinni af blaði úr Konungsbók Eddukvæba, Codex Regius, GKS 2365, 4to, birt vegna formlegra lykta hand- ritamálsins nú í ár sem um er fjallað á öðrum stað í ritinu. í Konungsbók hefur geymst aðal- uppskrift Eddukvæða. Hún er eitt frægasta skinnhandrit íslenskt, ritað í lok 13. aldar, 45 blöð, 19,5x13,4 cm að stærð, með lituðum upphafsstöfum og sæmilega varðveitt. Brynjólfur biskup Sveinsson gafþað Friðriki kon- ungi III. árið 1662. Eftir það var Kon- ungsbók Eddukvœba geymd í Kaup- mannahöfn rúmar þrjár aldir, en var annað þeirra handrita sem Danir af- hentu íslendingum fyrst allra 21. apríl 1971. Hitt er Flaleyjarbók. í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands á þessu ári hyggst bókaútgáf- an Lögberg á næstunni gefa út nýja og vandaða ljósprentun Konungsbókar í samvinnu við Stofnun Arna Magnús- sonar í Reykjavík. Kápumynd „Nor- rænna jóla“ er úr þeirri útgáfu. Aldarafmæli Sigurðar Nordals

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.