Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 6

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 6
i Erlendur Patursson. Um miðjan júní andaðist að heimili sínu, Kirkjubæ í Færeyjum, einn þekktasti og atkvæðamesti stjórn- málamaður Færeyinga um fjögurra áratuga skeið, Erlendur Patursson lögþingsmaður. Með honum er horfinn maður sem seint gleymist þeim sem honum kynntust, ódeigur formælandi norrænnar samvinnu og mikill vinur íslendinga. Römm taug batt Erlend Patursson við ísland. Hann var hálfur íslcnd- ingur að ætt og uppruna, sonur Guð- nýjar Eiríksdóttur frá Karlsskála við Reyðarfjörð og Jóannesar Paturs- sonar kóngsbónda í Kirkjubæ. Þar leit Erlendur fyrst dagsins ljós að áliðnu sumri 1913 og þar hvarf það honum fyrir nokkrum mánuðum þcgar nótt er björtust á norðurslóðum. Mennta- skólanám stundaði hann í Reykjavík og varð stúdent 1933, hóf síðan hag- fræðinám í Osló, en hvarf þaðan eftir árið og hélt áfram námi í Kaup- mannahöfn. Þar lauk hann hagfræði- prófi 1941 og var eftir það starfsmað- ur í danska stjórnarráðinu um fjög- urra ára skeið. Náms- og starfsár hans í Höfn liðu í skugga styrjaldar og stirðra samgangna, en þegar þeim skugga létti hélt hann heim. Eftir það lcið ekki á löngu uns hann fór að láta að sér kveða í þjóðmálabaráttu Fær- eyinga sem upp frá því tvinnaðist svo fast saman við líf hans og ævistarf að ekki verður í sundur greint. 4 Fáein minningarorð um Erlend Patursson Afskipti hans af þeirri baráttu í ræðu og riti voru raunar hafin á dval- arárum hans í Kaupmannahöfn, en fengu á sig fast mót eftir heimkomuna þegar Færeyingar tókust á um stjórn- skipan og framtíð eyjanna í kjölfar stríðsins og fram fór hin sögulega þjóðaratkvæðagreiðsla 14. september 1946. Sá dagur varð í senn mesti gleði- og sorgardagurinn á stjórn- málaferli Erlendar Paturssonar, en skipti jafnframt sköpum um fram- haldið. Uppgjöf var ekki til í orðabók hans. Þegar ljóst varð að fullt frelsi yrði ekki jafn auðsótt í hendur Dana og úrslit atkvæðagreiðslunnar og við- brögðin við þeim gátu bent til í fyrstu, stofnaði Erlendur Þjóðveldisflokkinn og málgagn hans, „14. september". Var Erlendur löngum burðarás beggja og hélt baráttunni ótrauður áfram. Manna lengst var hann for- maður flokksins og þingflokksformað- ur, en auk þess ritstjóri blaðsins lengst af og lagði því til meira efni en nokkur annar. Eftir heimkomuna var hann tvö ár hagfræðiráðunautur lögþings- ins, en gegndi annars ekki fostum störfum um dagana. A annan áratug var hann oddviti færeysku sjómanna- stéttarinnar sem stundum átti þá í harðri kjarabaráttu. Hann var fyrst kjörinn á þing 1954 og átti þar sæti til æviloka að undanteknu einu kjörtíma- bili. Hann var aldursforseti þess þeg- ar hann lést og munu fáir eða engir hafa setið þar lengur. Eitt kjörtímabil um miðjan sjöunda áratuginn átti hann sæti í færeysku landstjórninni og fór þá með fjár- og sjávarútvegsmál. Um skeið var hann annar af kjörnum fulltrúum Færeyinga á danska þjóð- þinginu. Nær hálfan annan áratug var hann líka fulltrúi þeirra í Norður- landaráði og sat í menningarmála- nefnd þess, enda beitti hann sér ekki síst á þeim vettvangi innan ráðsins, en undir ævilokin átti hann drjúgan hlut að stofnun vesturnorræns þingmanna- ráðs sem standa á vörð um hagsmuni norrænu eyþjóðanna í Atlantshafi og efla samvinnu þeirra. Loks var Er- lendur atkvæðamikill rithöfundur. Hann skrifaði mest um sögu og stjórnmál þótt hann kæmi víða við, en mesta stórvirki hans á því sviði er fimm binda fræðirit um færeyskan sjávarútveg og þróun hans. Fyrir það hlaut hann sérstaka viðurkenningu fyrir fimm árum, enda er það mikil fróðleiksnáma um hag- og atvinnu- sögu Færeyinga. Erlendur Patursson var verkalýðs- foringi, sósíalisti og friðarsinni. Hug- sjón hans var alfrjálsar og vopnlausar Færeyjar utan hernaðarbandalaga, friðarríki fullvalda þjóðar sem hefur félagslegt réttlæti og jöfnuð að leiðarljósi og gerir þróttmikið at- vinnu- og efnahagslíf og blómlega menningu á gömlum merg að grund- velli tilveru sinnar. Hugsjónabarátta r

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.