Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 48

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 48
„HÁTÍÐ ER TIL HEILLA BEST“ — íslendingar við hirð Noregskonungs á jólum — Pá er Ólafur konungur Tryggvason hafði boðað siðaskipti í Noregi lagði hann farbann fyrir skip þeirra Islendinga er eigi vildu taka við kristni. Einn þeirra var Hallfreður vandraðaskáld. Síðar bœttust í hópinn þeir Laxdalir: Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholli og Bolli Þorleiksson fóslbróðir hans. Konungur lætur margt nytsamt vinna þann vetur; lætur hann kirkju gera og auka mjög kaupstaðinn; sú kirkja var ger að jólum. Þá mælti Kjartan, að þeir myndu ganga svo nær kirkju, að þeir mættu sjá atferði siðar þess, er kristnir menn höfðu; tóku margir und- ir og sögðu þar vera mundu mikla skemmtan. Gengur Kjartan nú með sína svcit og Bolli; þar er og Hall- freður í för og margt manna af íslend- ingum. Konungur talaði trú fyrir mönnum, bæði langt erindi og snjallt, og gerðu kristnir menn góðan róm að hans máli. En er þeir Kjartan voru gengnir í herbergi sín, tekst umræða mikil, hvernig þeim hafi á litist konunginn nú, er kristnir menn kalla næst hinni mestu hátíð, — „því að konungur sagði, svo að vér máttum heyra, að sá höfðingi hafi í nótt borinn verið, er vér skulum nú á trúa, ef vér gerum eftir því, scm konungur býður oss.“ Kjartan segir: „Svo leist mér vel á konung hið fyrsta sinn, er ég sá hann, að ég fékk það þegar skilið, að hann var hinn mesti ágætismaður, og hefur það haldist jafnan síðan, er ég hef hann á mannfundum séð. En miklu best leist mér þó í dag á hann, og öll ætla ég oss þar við liggja. vor mál- skipti, að vér trúum þann vera sannan guð, sem konungur býður, og fyrir engan mun má konungi nú tíðara til vera, að ég taki við trúnni, en mér er að láta skírast, og það eina dvelur, er ég geng nú eigi þegar á konungs fund, er framorðið er dags, því að nú mun 46

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.