Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 41

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 41
eftir að hafa öðlast trúarsannfæringu. Eftir hádegi var aftur sest á skóla- bekk en um kvöldið var enn ekið af stað og nú í vesturátt frá Kiruna til Nikkaluokta. Þaðan liggja ýmsar gönguleiðir til fjalla, m.a. til Kebne- kaise, en fjallganga var ekki á dagskrá í þetta sinn. í farangrinum voru drykkjarfong og pylsur og í baka- leiðinni var slegið upp grillveislu úti í skógi og reynt að láta ekki á sig fá þótt blóðþyrstar flugur hefðu áhuga á að- komufólkinu. Við Norðurheimskautsbauginn. Sumarnætur á Norðurkollu hafa mikið aðdráttarafl og því um að gera að láta ckki ónotað það tækifæri að njóta miðnætursólarinnar í sumar- kyrrðinni í Kiruna, en svefntíminn varð í styttra lagi. Seinasta morguninn í Kiruna var haldið í skoðunarferð í járnnámurnar. Stórfenglegt var að aka um þessi lengstu námagöng í heimi, en göngin eru yfir 400 km löng. Þarna inni er heilmikið gatnakerfi með umferðar- ljósum og merkjum. Inni í námunni er kvikmyndasalur og var okkur sýnd þar kvikmynd um vinnslu járngrýtis. Að því búnu voru settir í gang borar og gröfur, þannig að forvitið ferðafólk gæti séð hvernig raunveruleg náma- vinnsla fcr fram. Ekki var laust við að sumir fengju innilokunarkennd í þungu, rakamettuðu loftinu, ekki hvað síst þegar vinnuvélarnar voru settar í gang. Við lok skoðunarferðar- innar var okkur boðið að taka með okkur sýnishorn af málmgrýti og létu flestir ekki segja sér það tvisvar. Hádegisverðurinn, hreindýrakjöt, beið nú í lýðháskólanum. Eftir hádegi var farangrinum komið fyrir í bílnum og því næst haldið af stað. Komið var við í ráðhúsinu og það skoðað undir leiðsögn Siwerts. Ráðhúsið er mjög stórt og geysilega íburðarmikið og feiknin öll eru þar af listaverkum. Á ráðhúsinu er sérkennilegur 45 m hár klukkuturn með 23 mismunandi klukkum. Bráðlega kvöddum við Kiruna og ferðinni var heitið til Luleá. Undir kvöld komum við til Luleá og Lille- mor Johansson tók þar á móti okkur fyrir hönd Norræna félagsins. Gist- ingu fengum við í sömu byggingu og Norræna félagið hefur aðsetur í og um kvöldið gafst okkur kostur á að líta næturlíf borgarinnar. Morguninn eftir var ýmist haldið í verslunarleiðangur eða út í sólina, en eftir hádegið var farin skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Lillemor. Um kvöldið var farið á kínverskt veitingahús, flestir þágu síðan heimboð Lillemor, en þaðan var svo haldið á „logdans“ eða hlöðuball. Dansað var við undirleik hljóm- sveitar í einhvers konar hlöðu úti í skógi. Jafnrétti ríkti á dansleiknum og skiptust herrar og dömur á að bjóða upp í dans, eftir ljósmerkjum sem gef- in voru. Dansaðir voru tveir dansar í röð og dansfélaganum því næst fylgt til sætis eða út að vegg, því að önnur sæti var ekki að finna í húsinu en örmjóa bekki meðfram veggjum. Dansgestirnir voru auðsjáanlega komnir til að skemmta sér og það gerðum við svo sannarlega líka. Daginn eftir var enn sest upp í rút- una og var ekið í norðausturátt að landamærum Finnlands. Stansað var í Haparanda og þar skoðuð ný kirkja, en síðan ekið yfir brú þá er skilur að Svíþjóð og Finnland og yfir í bæinn Tornio. Afangastaðurinn var Kemi, en áður en þangað kom var stansað við kirkju. Enda þótt við hefðum skoðað margar merkar og fallegar kirkjur í ferðinni, þá var þessi sú forvitnilegasta. Kirkj- an, St. Mikaels-kirkja, er steinkirkja byggð á árunum 1510—1521 og þjón- aði lengi stórum hluta finnska Lapp- lands. í kirkjunni hafa verið litríkar skreytingar og um 1650 voru þar mál- aðar loftmyndir úr píslarsögu Krists, sem varðveist hafa nokkuð vel. í kirkjunni er varðveitt lík prests sem var sóknarprestur í Kemi í 30 ára stríðinu og dó árið 1629. Samkvæmt venju var presturinn jarðsettur undir kirkjugólfinu en síðar kom í ljós að líkið rotnaði ekki. Presturinn á að hafa sagt eitthvað á þessa leið í pré- dikun: „Megi ég rotna í Helvíti, séu orð mín ekki sönn.“ Nútímaskýringar eru hins vegar þær, að óvenjuþurr jarðvegur hafi þurrkað upp lík prestsins sem og önnur lík er þarna eru grafin. Senn var komið að því að kvcðja rútu og bílstjóra. Var það gert við hátíðlega athöfn, þar sem öllum voru afhentar viðurkenningar fyrir fjöl- breytileg afrek í ferðinni. Hópurinn kom sér fyrir í lestinni og Lappland var kvatt með von um að komast þangað aftur seinna. Ferða- þreyta var farin að segja til sín og líklcga höfum við aldrei farið jafn- snemma að sofa og þetta kvöld. Lest- arkojurnar voru notalegar og skröltið í lestinni steinsvæíði alla fljótt. Að morgni var komið til Helsinki og farangrinum komið fyrir í geymslu á brautarstöðinni. Þennan dag gat hver og einn gert það sem hugurinn girntist. Um kvöldið var haldið út á flugvöll og til íslands kom hópurinn árla morguns þriðjudaginn 1. júlí eftir langt, ánægjulegt og lærdómsríkt fcrðalag.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.