Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 42

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 42
Séra Sigurjón Guðjónsson: Elías Lönnrot og Kalevala Svo merkilegur þykir kvæðabálkurinn Kalevala, að ýmsir bókmenntamenn hafa jafnað honum við Hómerskviður, Niflungaljóð og Sæmundarcddu. Eitt er víst, að hann markar tíma- mót í þróun finnskrar tungu og bók- mennta, vekur metnað Finna og frels- isþrá. En það mátti ekki miklu muna, að kvæðin lentu í glatkistunni. Það er í rauninni einum manni að þakka, að bjargað var því, sem bjargað varð. Maðurinn hét Elías Lönnrot. Fyrir firna áhuga, ósérplægni, þrautseigju, djúpa þjóðerniskennd og metnað vann hann þetta mikla og merkilega verk í óbifanlegri trú á andlegar gáfur og framtíð þjóðar sinnar. Hefur hann oft verið kallaður Hómer Finnlands. Með söfnun kvæðanna og útgáfu þeirra skóp hann finnskt ritmál. Finn- ar telja því Elías Lönnrot í hópi sinna mestu og bestu sona. - Kalevalabálk- urinn hefur nú verið þýddur á helstu menningarmál, m. a. á íslensku að hluta til, og er ein greinin á meiði heimsbókmenntanna. Elías Lönnrot var fæddur 9. apríl 1802 í Paikkari-hjáleigu í Sammatti- sókn í Suðvestur-Finnlandi. Foreldrar hans voru finnskumælandi, og sænsku lærði Lönnrot ekki að neinu ráði fyrr en hann fór að heiman um fermingar- aldur. Hann ólst upp í fagurri náttúru við frið og kyrrð og ofur einfalt líf. Faðir hans var fátækur skósmiður, sem haíði nokkurn stuðning af smábú- skap. Um ætt hans er ég alls ófróður, en margir forfeður hans voru taldir hagir í höndum og hraustir og traustir hermcnn. A heimilinu, sem var mannmargt - sjö börn — ríkti mikil nægjusemi. Kröfugerðinni var ekki fyrir að fara. Sulturinn var tíður gest- ur. Á þessum dögum var hart í ári sem oftar í Finnlandi, og ekki bætti úr skák, er rússneski herinn flæddi yfir landið, og lauk með því, að allt landið komst undir yfirráð Rússa. En keisara Rússa, Alexander I, til lofs, má geta þess, að hann reyndist finnsku þjóð- inni vel. Fátæktin í hjáleigunni var svo mikil, að stundum voru börnin send út af örkinni til þess að betla og þar á meðal Elías litli. Honum er svo lýst, að hann hafi verið hraustbyggður til sálar og líkama, eins og síðar kom í ljós, og fjörmikill. Einkar góðlyndur og næmur fyrir skoplegum atvikum. Hlédrægur að gerð, cn iðjusamur og eirinn. Það bar snemma á því, að hjarta hans og höfuð var gott. Ekki var um neinn barnaskóla að ræða í nágrenn- inu, en mest fyrir eigin ástundun og iðni varð hann snemma læs. Hann komst öðru hvoru yfir bækur við hjálp góðra granna og teygaði í sig efni þeirra. Faðir drengsins ætlaði honum skósmíðaiðnina, og aðstoðaði hann föður sinn, er hann var að verki. En það leyndi sér ekki, að drengurinn hafði lítinn áhuga á iðninni, og hvarf þá faðir hans frá þessari fyrirætlun. Á þrettánda ári komst Lönnrot nokkurn tíma til bóknáms í Ekenás og síðar í Ábo, en varð þrívegis að gefa það upp sakir fátæktar, svo að slitrótt var námið á unglingsárunum. Síðar stundar hann nám um tveggja mán- aða skeið í latínuskólanum í Borgá. Ekki varð nú vistin þar lengri. Hvað var nú til bragðs að taka? Pilturinn ræður sig til starfa í lyfjabúð í Tavastehus. Rektorinn í bænum veitir honum athygli sakir góðrar greindar hans og lestraráhuga. Býður honum ókeypis kennslu í einkatímum. Lönnrot stundaði starfið í lyfjabúð- inni af trúmennsku. En lexíur sínar las hann að mestu á nóttunni og jók ört við þekkingu sína, einkum í forn- málunum, grísku og latínu, sem hann æ síðan lagði mikla rækt við. Alla ævi kunni hann utanbókar langa kafia úr Hómerskviðum, sem hann þuldi og þýddi síðar á finnsku. 'Þegar hann er tvítugur að aldri, nær hann stúdentsprófi í Ábo samtím- is tveim öðrum frægum Finnum: þjóð- skáldinu Johan Ludvig Runeberg og Johan Vilhelm Snellman, einum kunnasta stjórnmálamanni og hugs- uði Finna. Lönnrot innritaðist í eina háskóla landsins í Ábo, til náms í læknisfræði. En senn voru dagar skólans þar taldir, því að hann var fluttur til Helsingfors eftir brunann mikla í Ábo 1827, er bærinn brann að heita mátti til kaldra kola. Rómantískur þeyr sveif yfir vötn- unum meðal stúdenta í Ábo á þessum árum. Var hann kominn frá Þýska- landi og Svíþjóð. Honum fylgdi brennandi áhugi á þjóðlegri vakningu og fornum fræðum, sem þessir ungu menn studdu af alefli, er þeir síðar urðu embættismenn víðsvegar um landið. Hætt er við, að lítið hefði orðið úr háskólanámi Lönnrots, ef hann hefði ekki hent það happ að verða kennari hjá einum prófessoranna. Prófessor- inn átti fallegan bústað langt uppi í sveit og dvaldi þar jafnan sumarlangt. Þar las Lönnrot með börnum hans og átti góða vist. í nágrenninu kynntist Lönnrot mörgu alþýðufólki, sem varðveitti margháttaðan þjóðlegan fróðleik og kunni ærið mikið af sögum og kvæðum, sem gengið höfðu í arf frá einni kynslóð til annarrar, en aldrei verið komið á framfæri. Hann fór að skrifa upp eftir því, einkum kvæði. — Prófessorsfrúin fylgdist af áhuga með þessari iðju stúdentsins og kennarans og kunni vel að meta þetta starf. Lönnrot var mikið fyrir kaffi, sem þá

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.