Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 27

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 27
> SUOMI Hvín í fornum furutrjám, fýkur barrið líkt og ryð. Að fer haustsins svala svið sveipað skýjaflókum grám — og allt þess dregur dám. Það freyðir kringum fljótabát sem falli nótt í grát. Að morgni glitast mór og hlíð og merlast tíbrá síðla dags. Það er sem draumur leiti lags að líðayfir djúpin víð, er sígur sólin blíð. Og birkikjarrið bœrir hljótt hin bleika sumarnótt. Þér, væna þúsund vatna land, sé vinarþökk fyrir sumardraum og fljóta þinna stríðan straum og stranda þinna mjúka sand — og firðblátt jjallaband. En síðast firnist flas — og sorg á ferð um Bjarnarborg. Þar lestin hafði drykkjardvól í dúnalogni undir nótt, og allir hlupu hratt og skjótt að hefta þorstans megnu kvöl og svolgra ískalt öl. í búðinni mér birtist þú, þitt bros — ó von og trú. Sem haustsins ax var hár þitt gyllt og himinblámi augum frá — og blómsturknappar brjóstum á! í r'ódd þinni var reising stillt og ríkum hljómi fyllt, sem minnti á lands þíns söngvasjóð — Suomis töfraljóð. í kvikri andrá kenndi eg Ijóst að kominn var eg á þann fund, sem um mig dreymdi alla stund og eftir hafði þrá mín sótgt — mér blásin snemmt í brjóst. Við skenkiborð — svo skœr og fríð þú skeinst við mér um síð. Hvað gagnar nú, að gjört eg veit, hvað gera bar mér þessa nótt: að grípa þig í fang mér fljótt og færa burt af slíkum reit — þú ást mín yndisheit. Ó allt til dauðans dæmist hart vort dáðaleysið margt. Mér fannst þú hvísla: „Hjá mér dvel, — ég heyri 'órlaganna boð!“ En heyrði eg? Æ helgu goð, í hlustum mér var eldhörð skel. Eg þagði þig í hel — en leit með þrá þín augu í, er eimreið blés á ný. Og m'órg ein lest á brottu býst frá björtum draumi, víst er það. Já, einn eg þeytist stað úr stað, og stuna upp úr fylgsnum brýzt. Sem skuggi að mér skýzt sú minning blandin mestri sorg um mey í Bjarnarborg. Baldur Pálmason íslenskaði. Bjamarborg

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.