Fréttablaðið - 05.10.2022, Blaðsíða 37
Alma Hafsteinsdóttir, formaður
Samtaka áhugafólks um spila-
fíkn (SÁS), ritaði opið bréf í Frétta-
blaðinu til stjórnar Rauða krossins
á Íslandi (RKÍ) þann 27. september
sl. vegna tafa á tillögum starfshóps
um happdrætti og fjárhættuspil
sem Sigurður Kári Kristjánsson er
í forsvari fyrir og svo aðra grein 4.
október vegna Mannvinasöfnunar
RKÍ. Stjórnarformaður Íslandsspila
svarar báðum greinum hér fyrir
hönd stjórnar.
Greinarhöfundur hefur áður
spurt í Fréttablaðinu hvort rekstrar-
aðilar spilakassa væru að tefja vinnu
nefndarinnar. Fékk hún strax þau
svör að svo væri ekki og raunar kom
það fram í Fréttablaðinu 1. septem-
ber sl. að dómsmálaráðuneytið
hefði framlengt frest starfshópsins
vegna umfangs verkefnisins og að
vonast væri til að vinnu starfshóps-
ins yrði skilað um mánaðamótin.
Rétt er að árétta að greinarhöfundur
á sjálf aðild að starfshópnum og veit
því vel hvar vinna hans er stödd og
vissi til dæmis af fundi hópsins sem
boðað hefur verið til í vikunni.
Rekstraraðilar hafa þegar hafnað
aðdróttunum um tafir í Fréttablað-
inu. Þær eru ekki málefnalegar eins
og sjá má á svörum ráðuneytisins,
svörum rekstraraðilanna og aðildar
greinarhöfundar að starfshópnum.
Í báðum greinum sínum gagnrýnir
greinarhöfundur RKÍ og véfengir
góðan vilja alþjóðasamtakanna í
seinna bréfinu í Mannvinasöfnunar
átaki félagsins.
Í því sambandi nægir að nefna
að það hefur áður komið fram að
hjá Íslandsspilum væri unnið með
skaðaminnkandi sjónarmið að
leiðarljósi en þau krefjast stefnu-
breytingar hjá hinu opinbera en
eigendur Íslandsspila hafa í því
samhengi opinberlega stutt inn-
leiðingu spilakorta. Það er miður að
SÁS taki ekki undir þau sjónarmið
skaðaminnkunar. Virðast þau telja
að bann við spilamennsku hjálpi
fólki sem glímir við spilavanda.
Í hverju samfélagi eru hins vegar
skiptar skoðanir um hvort bönn
séu æskileg eins og sjá má af nýlegri
umræðu á Alþingi Íslendinga, þar
sem pólitískar ákvarðanir um slíkt
eru teknar.
65% vöxtur í ólöglegri vefspilun
Greinarhöfundur spurði ennfrem-
ur í fyrri grein sinni hverjir afkimar
veraldarvefsins séu. Frá sjónarhóli
rekstraraðila eru afkimar veraldar-
vefsins erlendar vefsíður sem ekki
lúta íslensku lagaumhverfi en það
má vera ljóst að einn mikilvægasti
þáttur skaðaminnkunar á Íslandi
er að ná utan um alla spilun sem
getur reynst fólki sem glímir við
spilavanda erfið. Talið er að rúm-
lega sex milljarðar króna muni
renna til ólöglegra erlendra vef-
síðna árið 2022, en til saman-
burðar, þá runnu þangað um fjórir
milljarðar króna árið 2018. Mestur
er vöxturinn í „online casino“ eða
um 65% á sama árabili. Það er því
nauðsynlegt að spilakort nái einnig
yfir þá spilun að mati Íslandsspila
ef markmið um skaðaminnkun
eiga að liggja til grundvallar.
Hafi fólk hagsmuni af mála-
f lokknum ber því að spyrja sig
hvað sé raunverulega best fyrir
alla viðkomandi. Það á líka við um
Ölmu. Sjónarmið Íslandsspila er
að skaðaminnkun með spilakorti
sé farsælasta leiðin fyrir alla hópa.
Ekki bann. Málflutningur greinar-
höfundar fyrir hönd SÁS ber þess
merki að þau séu mótfallinn ska-
ðaminnkandi leið og vilji bara
bann. Hver er raunveruleg afstaða
SÁS? Vilja SÁS bann eins og fram
kemur á vef þeirra lokum.is eða
skaðaminnkandi spilakort? n
Stjórn Íslandsspila svarar opnu bréfi
Ölmu Hafsteinsdóttur formanns SÁS
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Stærð Verð m/stillanlegum botni Tilboð
160 x 200 cm 649.900 kr. 519.920 kr.
180 x 200 cm 679.900 kr. 543.920 kr.
180 x 210 cm 689.900 kr. 551.920 kr.
200x200 cm 739.900 kr. 591.920 kr.
SERTA CHANDON HEILSURÚM
(dýna, botn, gafl og lappir)
SETTU ÞIG Í STELLINGAR
FYRIR BETRI SVEFN
MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT
RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR
Chandon heilsurúmið frá Serta er vandað rúm, sniðið að þínum
þörfum. Pokagormadýna sem skipt er upp í fimm mismunandi
svæði. Góður stuðningur við bak en mýkra við axla- og
mjaðmasvæði. Hægt er að velja um tvo mismunandi stífleika.
Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterk, ofnæmisfrítt og
andar vel. Rúmið fæst í gráu og grænu áklæði.
STILLANLEGIR DAGAR
20% AFSLÁTTUR
AF STILLANLEGUM RÚMUM
ALLT ÞAÐ NÝJASTA
FRÁ TEMPUR®
Kristín S.
Hjálmtýsdóttir
stjórnarformaður
Íslandsspila
Í allt sumar hefur fjárlagafrum-
varp verið í smíðum hjá ríkis-
stjórninni. Þar sitja 12 ráðherrar
í 12 ráðuneytum hjá þjóð sem
telur tæplega 380.000 manns. Í allt
sumar hafa vaxtahækkanir Seðla-
bankans valdið heimilum landsins
áhyggjum, enda hafa mánaðar-
legar af borganir lána á mörgum
heimilum hækkað um tugi þús-
unda. Stýrivextir hafa hækkað
meira en þeir hefðu þurft, meðal
annars vegna þess að ákvarðanir
ríkisstjórnarinnar hafa unnið gegn
markmiðum Seðlabankans.
Nú hefur f járlagafrumvarpið
verið lagt fram og kemur í ljós að
það hljóðar upp á næstum 90 millj-
arða króna halla. Staðan er sterk
segir fjármálaráðherra á meðan
vaxtakostnaður skulda er fjórði
stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs.
Í kynningu ráðherrans segir svo
nánast í framhjáhlaupi að ríkisút-
gjöld muni aukast um 79 milljarða.
Hvernig Ísland virkar best
Fjárlagafrumvarp er skýrasta yfir-
lýsing hverrar ríkisstjórnar um hvers
konar pólitík hún stundar og um
leið yfirlýsing um hvaða loforð skuli
efna. Fjárlagapólitík snýst í reynd um
einfalda en mikilvæga spurningu:
Hvernig virkar Ísland best? Fjárlögin
eiga að stefna að því að Ísland virki
sem best fyrir fólkið í landinu.
Ríkisstjórnin talar um að það
þu r f i að ver ja v iðk væmu st u
hópana fyrir áhrifum verðbólgu
sem sannarlega er gott markmið.
Vandamálið er að þess sjást lítil
merki. Veruleikinn er hins vegar að
millitekjufólk fær skell. Sama fólk
og hefur í allt sumar fundið fyrir
hækkandi vöxtum á fasteignalán-
um og hækkandi verðlagi. Hingað
verða tekjur sóttar.
Fjármálaráðherra talar líka um
að ríkisfjármálin þurfi að styðja við
markmið Seðlabankans um að ná
verðbólgunni niður en segir ekki
hvernig. Álögur á fólkið í landinu
hækka og leiða þannig til hærra
verðlags. Þessar álögur vega þungt í
því samhengi að Ísland býður fólki
í landinu nú þegar eitt hæsta mat-
arverðið, hæstu vextina og dýrustu
tryggingarnar. Orðið veiðigjald
heyrist ekki þegar forystumenn
ríkisstjórnarinnar tala um fjár-
lagafrumvarpið en með hækkun
áfengisgjalds geta Íslendingar hins
vegar fagnað nýju Evrópumeti. Við
eigum áfram hæstu áfengisskatta
Evrópu sem hækka nú enn.
Fjármálaráðherra talar um tæki-
færi í einfaldara ríkiskerfi. Það er
hins vegar lítið um þetta í frum-
varpinu. Stjórnkerfið varð heldur
ekki áberandi einfaldara með
fjölgun ráðherra og ráðuneyta í
fyrra, en sú breyting mun kosta um
2 milljarða króna á kjörtímabilinu.
En hvað um það þótt báknið blási
út? Hvað með það þó að útgjöld
aukist án þess að þjónusta batni?
Hvað um það þótt mikilvægum
fjárfestingum í innviðum sé slegið
á frest? Hvað með það þó að heim-
ilin séu að sligast undan dýrum
lánum?
Heilbrigðiskerfið
þarfnast framtíðarsýnar
Heilbr igðismálin er u st ærst i
útgjaldaliður fjárlaganna og sá
málaflokkur sem þjóðin er einhuga
um að verja og ef la. Heilbrigðis-
kerfið þarf skýra framtíðarsýn til
að mæta komandi verkefnum og
áskorunum. Þar stinga háar vaxta-
greiðslur ríkissjóðs þegar meira
fjármagn þarf í innviðafjárfest-
ingar. Margar áskoranir blasa við:
Sérfræðilæknar skila sér ekki heim
eftir nám erlendis og hjúkrunar-
fræðingar hverfa til annarra starfa.
Stóra málið er að tryggja að Ísland
standist samkeppni að utan.
Þingf lokkur Viðreisnar hefur
talað fyrir þjóðarsátt um bætt kjör
kvennastétta og áður lagt fram
þingmál þess efnis. Það er mikil-
vægur liður í því að styrkja heil-
brigðiskerfið til lengri tíma. Fjár-
lagafrumvarpið gerir heldur ekki
ráð fyrir fjármagni til að semja við
sjálfstætt starfandi lækna, sem hafa
verið samningslausir árum saman.
Fjármagn í þetta verkefni er ekki í
fjárlagafrumvarpinu. Vandinn þar
er ekki síst til kominn vegna þess
að ríkisstjórnin getur ekki komið
sér saman um hver stefnan á að
vera um heilbrigðiskerfið. Á meðan
eykst vandinn.
Við höfum jafnframt gagnrýnt
að í fjárlögum virðist ekki svigrúm
til að mæta því að nýrri lyf kosta
meira. Formaður Læknafélagsins
sagði nýlega að vegna framfara færi
lyfjakostnaður hækkandi, en því er
ekki mætt í fjárlögum.
Lífskjör tekin að láni
Skynsamleg hagræðing er liður í að
verja lífskjör almennings og velferð,
samkeppnishæfni Íslands, og ekki
síst liður í því að ná tökum á verð-
bólgu. Það er ótrúlegt að hægt sé að
þenja út ríkið án þess að þjónusta
þess batni. Í heilbrigðiskerfinu hafa
biðlistar barna eftir þjónustu lengst
jafnt og þétt á þeim fimm árum sem
ríkisstjórnin hefur setið. Starfsfólk á
krabbameinsdeild segir að deildin
sé algjörlega sprungin og svona
mætti áfram telja.
Það er ótrúlegt að hægt sé að
auka álögur á heimili landsins sem
þegar glíma við fasteignalán í hæstu
hæðum og hækkandi matarverð.
Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa
versnað hratt. Við þær aðstæður
er merkilegt að ríkisstjórnin fari
þá leið að taka lífskjör að láni og
haldi blaðamannafundi um að hún
stefni á að reka ríkissjóð með halla í
mörg ár til viðbótar. Alveg til ársins
2027. Í því felst kannski alveg óvart
viðurkenning á að næstu ríkisstjórn
sé betur treystandi til að til að taka
á málum og rétta reksturinn af.
Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer
leið sem er stjórnvöldum auðveld
en almenningi erfið: Að fresta því
að takast á við vandamál en auka
umsvif ríkisins án þess að bæta
þjónustu við almenning. Þessi
aðferðafræði er heimilum og fyrir-
tækjum landsins dýr, því þau eru
skilin eftir með reikninginn. n
Ríkisstjórn sem hleypur frá reikningnum
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
þingmaður
Viðreisnar
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
MIÐVIKUDAGUR 5. október 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ