Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 11

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 11
9 *7- JÓNAS BÓNDI Á LÁTRUM á Látraströnd var at- orkumaður og sjógarpur. Hann varð gamall maður og lengst af ævinni stál- hraustur. Þó sótti á hann svefnleysi á elliárum. Einu sinni kom kunningi hans í heimsókn og spurði um líðan hans og hvort hann þjáðist enn af svefn- leysi. „Já, það er nú alvarlegt með það“, sagði þá Jónas. „Ég get ekki einu sinni nú orðið sofnað imdir hús- lestri“. 18. AUÐUN BÓNDI 1 EYVINDARMULA í Fljótshlíð var vitur maður, en einkennilegur og oft skrítinn í tilsvörum. Hjá honum var lengi vinnumaður, kaldlyndur og tekinn að reskjast, og var samkomulag þeirra stundum stirt. Einu sinni fauk þakið af heimahlöðunni í Múla í ofsaveðri. Þeir Auðun og vinnumaður hans horfðu báðir á, þegar þakið fauk, og hrópaði þá vinnumaður- inn: „Húrra!“ Þegar Auðim sagði síðar frá þessum athurði, varð honum að orði: „Það var nú ekkert, þó að þakið fyki af hlöðunni, en þegar helvítis karlinn hrópaði: „Húrra!“, það þótti mér verra“. 19- J LÆKNASAMSÆTI voru konur læknanna að ræðast við, og ein þeirra, er þótti í meira lagi málgefin,

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.