Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 13
11
Þorsteinn segir, að hann fari ekki alveg rétt með
orðskviðinn og tilfærir hann orðréttan.
„Nú lízt mér á“, segir þá Bjarni klæðskeri. „Þor-
steinn er betur að sér í Biblíunni en sjálfru- guðfræð-
ingurinn“.
Þá segir sr. Friðrik:
„Já, það er nú svona með hann Þorstein; hann
kann allt utanbókar, sem lýtur að lekamnn“.
22.
JNDRIÐI EINARSSON iðkaði nokkuð sjóböð fram eft-
ir ævinni.
Einu sinni sagði hann við Matthías Jochmnsson:
„Nú er ég alveg hættur að fara í sjó. Ég er svo
hræddur við hákarlinn“.
„Og minnstu ekki á það, Indriði“, sagði þá Matthías.
„Ég er dauðhræddur við rauðmagann“.
23-
PRÉ JÓHANNA ÞORLEIFSDÓTTIR frá Bíldudal,
móðir Lárusar H. Bjarnasonar og þeirra systkina, var
búsett í Reykjavík á efri árum og dó þar.
Hún var sæmilega efnuð.
Ámi Thorsteinsson landfógeti var við skiptin á dán-
arbúi hennar.
Skömmu síðar hitti Steingrímur Thorsteinsson Áma
bróður sinn á götu og sagði við hann:
„Hvernig lagði Bílda sig?“
„Hún gerði vel i blóð sitt“, svaraði Ámi.