Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 15

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 15
13 Þegar Guðbrandur er farinn, segir Einar við gesti sína: „Líklega hefur hann komið til Rómaborgar“. 27. QUÐBRANDUR JÖNSSON var einu sinni í kjöri í Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrir Alþýðuflokkinn. Hjörtur Helgason var í kjöri fyrir kommúnista. Hann er maður smár vexti. Hjörtur hafði haldið framboðsræðu, og talaði Guð- brandur næstur á eftir honum. Hann hóf ræðu sína á þessa leið: „Ég ætla ekki að svara frambjóðanda kommúnista, því að ég eyði aldrei skoti á smátittlinga“. 28. §R. EIRlKUR BRYNJÓLFSSON á Utskálum var eitt sinn að prófa pilt í sögu og spurði hann, hver hefði verið fyrsti landnámsmaður í Grænlandi. Ekki vissi strákur það. „Manstu það ekki?“ segir prestur. „Hann var nafni minn“. „Já, nú man ég það“, segir strákur. „Það var séra Eiríkur rauði“. 29- JJREPPSTJÓRI EINN, sem var upp með sér af stöðu sinni, sagði, að hann væri fjórði maður að embættis- tign frá forseta.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.