Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 19

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 19
17 36. j§IGURÐUR GUÐMUNDSSON skólameistari á Akur- eyri var Húnvetningur að ætt. j Einu sinni var hann að segja nemendum sínum frægðarsögu af húnvetnskum manni. Þá gellur einn af nemendum hans við og segir: „Já, Húnvetningar! Það eru nú karlar í krapinu. Þeir rekja ættir sínar eftir dómsmálahókum og meta jarðimar eftir því, hvað vel þær liggja við sauða- þjófnaði“. 37- QLAFUR GEIRSSON læknir ók Sigurði skólameistara inn fyrir Elliðaár að sumarlagi. Þeir sáu menn við veiðar í ánum, og voru þar læknar. Þá segir Sigurður: „Það er undarlegt, hvað læknar hafa mikið gaman af laxveiðum, sérstaklega skurðlæknar, til dæmis Guð- mundur Magnússon og Matthías Einarsson“. Svo þegir Sigurðm- nokkra stund og segir síðan: „Þetta er raunar eðlilegt. Það er tilhneigingin til að drepa“. 38. §ÍMON hét maður og var Sigurðsson. Hann lifði fram yfir aldamótin síðustu. Rangæingur var hann að ætt, en átti lengi heima suður með sjó. Símon var alla ævi bláfátækur, enda latur til verka, en glaðlyndur var hann jafnan, og kunnur varð hann fyrir fyndni og orðheppni. 2

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.