Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Blaðsíða 20
i8
Þórdís hét kona hans. Hún var honum óhk, stór-
lynd og þrasgjörn, en þó fór sæmilega á með þeim.
Eitt sinn varð Þórdís lasin, og um þær mundir fór
Símon einhverra erinda til Keflavikur og kom þar inn
í kaupmannsbúð.
Kaupmaður var feitur mjög og hafði oft hóstakjöltur.
Hann hafði gaman af að glettast við Símon.
Þegar nú Símon kemur í húðina, spyr kaupmaður:
„Hvernig líður kommni þinni, Símon minn?“
„Þakka þér fyrir“, segir Simon. „Hóstað gat hún
fyrir fitunni í morgun“.
39-
J^AUPMAÐUR þessi bauð Símoni einu sinni vindil,
en það hafði hann ekki gert fyrr.
Hann lagði tvo vindla á borðið, annan nær Símoni,
en hinn nær sér, og snýr sér svo við til að ná í eld-
spýtur.
Símon grunar kaupmann um græsku og skiptir um
vindlana.
Kaupmaður kveikir nú í sínum vindli, og springur
hann með háum hvelli, og brenndist kaupmaður í and-
liti. Hann hafði látið púður í vindil þann, sem hann
ætlaði Simoni.
„Það lifnar í þeim; óhætt er um það“, segir þá
Simon og kveikir hinn rólegasti í sínum vindli.
40.
glMON átti nokkur böm með konu sinni. Þegar hún
ól síðasta bamið, sagði hún:
„Ekki veit ég, hvað við eigum að gera við þetta