Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 28

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 28
2Ö 58. §ÍMON átti son, Sigurð að nafni, efnismann og vel gefinn. Hann drukknaði fyrir Landeyjasandi. Eignir voru ekki aðrar eftir Sigurð en eitt tryppi. Hreppsnefndin vildi taka það upp í sveitarskuld Sím- onar, en hann vildi halda því sem lögmætmn arfi, og urðu allsnarpar deilur um þetta. Þegar deilur þessar standa sem hæst, kemur maður nokkur til Símonar og segist hafa fundið tryppið dautt í Tungulæk. Þá verður Símoni að orði: „Tungulækurinn tekur af tvímælin öll i bræði“. (Sbr. Passíusálm.: „Drottins tími þá tekur af tvímæl- in öll í bræði“). 59- §fMON gerði ekki endasleppt með fyndni og gaman- semi. Þegar hann lá banaleguna, voru tvær stúlkur látnar vaka yfir honum. Er þær sáu, að hann var að dauða kominn, urðu þær smeykar og ætluðu að laumast frá honum. Þá stundi Símon upp: „Farið þið ekki frá mér, stúlkur mínar! Það er ekki nema einu sinni, sem þið sjáið Símon Sigurðsson deyja“. 60. gERTELSEN stórkaupmaður, sem var ágætur íþrótta- maður á yngri árum, var einhverju sinni að vetrar- lagi uppi í Skíðaskála.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.