Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 31

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 31
29 Sambúðinni lauk með því, að bóndi hengdi sig. Hann gekk siðan aftur og ásótti konu sína, en eng- um öðrum gerði hann mein. Svo magnaðar gerðust ásóknir hans, að vaka varð yfir konunni. Kvöld eitt, er hann birtist konu sinni, rís hún upp á olnboga, kreppir hnefann framan í drauginn og segir: „Ef þú hættir ekki að ásækja mig, þá hengi ég mig líka, og þá skaltu aldeilis eiga mig á fæti“. Afturgangan vildi ekki eiga undir þessu og hætti ásóknunum. 66. gTRÁKAR úr Reykjavík fóru í gönguför upp í Mos- fellssveit og mættu dreng á veginum, sem var að reka nokkra kálfa. 1 glettnisskyni við drenginn fóru þeir allir að baula. Drengur lítur til þeirra og segir: „Þið þurftuð ekki að baula. Ég þekkti ykkur án þess“. 67. glGURÐUR PRESTUR fékk sér stundum allmikið í staupinu, en varð mjög veikur, ef hann drakk úr hófi. Eitt sinn, er liann hafði þreytt drykkju með kunn- ingja sínum, lá hann með uppköstum heilan dag. Þegar bróðir hans, sem var á vist með honum, var að skýra nágranna sínum frá þessum veikindum bróð- ur síns, sagði hann:

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.