Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Blaðsíða 32
30
„Þú getur nærri, hvað hann Sigurður hróðir var
veikur. —- Hann bað guð að hjálpa sér“.
68.
j£AUPMAÐUR einn úr Reykjavik kom á bæ i af-
dalasveit á Norðurlandi.
Bóndi tók honum hið bezta og bauð honum inn.
Kaupmaður spurði bónda, hvort hann væri kvænt-
ur. Kvað hann svo vera og sagðist eiga ellefu börn.
„Hve lengi hefur þú verið kvæntur?“ spyr kaup-
maður.
„1 tólf ár“, svarar bóndi.
„Já, og átt ellefu böm“, segir kaupmaður.
Þá segir bóndi í afsökunartón:
„Ég var nefnilega veikur eitt árið“.
69.
JJALLDÓR hét austfirzkur bóndi. Vinnukona hans
kenndi honum barn, sem almennt var álitið, að hann
ætti, en hann þorði ekki að gangast við þvi af hræðslu
við konu sína og sór fyrir bamið.
Sýslumaður sagði við hann, áður en hann sór eið-
inn:
„Varaðu þig, Halldór! Eilífðin er löng og helvíti
heitt!“
70.
JÓN SMIÐUR var trúmaður og var að útskýra upp-
risuna fyrir kunningja sínum, sem var grafari,
en hann var skilningsdaufur á útskýringar hans.
Loks segir grafarinn: