Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 35

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 35
33 „Ojá“, segir Guðrún þá. „Ég er eins og Reykjamer- amar. Þær sækja mest í meltægjurnar, sem þær verða þó horaðastar af“. 77- JyEKNIR sagði við stallbróður sinn: „Konan mín tók séi sumarleyfi í gær til hvíldar og hressingar. — Mér var orðin fyllsta þörf á því“. 78. J^ETILL GUÐMUNDSSON kaupfélagsstjóri á Isafirði þótti oft fastheldinn á varning sinn. Var algengur sá verzlunarmáti í kaupfélaginu, að ýmsa vöru mátti ekki selja nema gegn skriflegri ávísun frá Katli sjálf- um. Reyndust mönnum þær ávísanir oft torfengnar. Eitt sinn á stríðsárunum kom til kaupfélagsins nokk- uð af búsáhöldum. Spurðist það fljótt, og hugðu margir gott til, því að nokkur hörgull hafði verið á þeirri vöm um hríð. Nú leið svo nokkur tími, að ekki komu þessi áhöld í sölubúðina. Bjarni Hávarðsson skipstjóri hafði sannfrétt, að í þessari vörusendingu væru meðal annars náttpottar, en Bjarna hafði vanhagað um þess konar ílát um tíma. Gerði hann nú ferð sína í skrifstofuna til Ketils og fal- aði hjá honum einn koppinn. Ketill kvað það ekki vera hægt, því að ekki væri búið að verðleggja vöruna. Bjarni bauð þá að borga áætlað verð fyrir koppinn og greiða svo síðar viðbót, ef mismunur yrði, en það kom fyrir ekki. 3

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.