Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 39
37
86.
QUÐMUNDUR JÖNSSON bóndi á Dalgeirsstöðum í
Miðfirði sagði einhverju sinni eftir gangnaferð:
„Aðalbólsheiði er sú langfjörugasta heiði, sem ég hef
nokkru sinni farið á“.
87.
gJÖRG LITLA, þriggja ára, svaf í næsta herbergi við
foreldra sína.
Nótt eina í niðamyrkri hafði hún vaknað, kom
grátandi til foreldra sinna og sagði:
„Ég er búin að týna augunum“.
88.
DIsa LITLA, fjögurra ára gömul, hafði verið í sum-
ardvöl í sveit hjá ömmu sinni og hafði þótt gaman
að öllutn skepnunum á bænum.
Um haustið sendi amma hennar dóttur sinni hrossa-
kjöt og síðar kálfskjöt.
Þegar Dísa var að borða kálfskjötið, var hún spurð að
því, hvort henni þætti ekki gott kjötið frá henni ömmu
sinni.
„Jú“, segir Dísa, „en fáum við nú næst kjötið af
honum Kát?“
Það var hundurinn á bænum.
89-
JON BÖNDI var dugnaðarmaður, en þótti gott í
staupinu.
Hann fór oft í útreiðartúra á sunnudögum, kom