Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 43

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 43
41 „Það er ómögulegt að kjósa hann Andrés. Hann er svo drykkfelldur“. 96. CjTEFÁN STEFÁNSSON túlkur, sem annars miklaðist litt af kostum og hæfileikum Islendinga, sagði, að eitt væri þó, sem sýndi, að dálitlar töggur væru í þeim. Það væri það, að allir Gyðingar, sem flutzt hefðu til landsins, hefðu orðið gjaldþrota. 97- jgTEFÁN TtJLKUR taldi, að ævi mannsins skiptist í þrjá kafla. Fyrsta kaflann væru menn að upphugsa allt það illt, sem þeir ætluðu að gera um ævina. Það kölluðu menn æsku. Annan kaflann væru merm að framkvæma þetta. Það væru kölluð manndómsár. Þriðja kaflann væru menn svo að iðrast eftir allt saman, og væri það kölluð elli. 98. ^JTGEFANDI þessa rits sat nýlega við kaffidrykkju með Páli Isólfssyni og spurði: „Búið þið allir í sátt og friði nú, útvarpsmennimir?“ „I guðs friði“, svaraði Páll. 99- ^JIGFÍJS „VERT“ á Akureyri hafði ýmis einkennileg orðatiltæki og vitnaði oft í ljóð og orðskviði.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.