Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 1
2 5 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Hollywood og ungstirnin Fimm daga dansveisla Lífið ➤ 22Menning ➤ 20 SVÖRTUDAGUR ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR. FRAMLENGD SKIL. Aðventutónleikar Sinfóníunnar 01.12 19:30 MIÐASALA Á SINFONIA.IS Gert er ráð fyr ir að kostnaður við nýjan Land spít al a við Hring braut fari 27 milljarða fram úr uppfærðu kostnaðar- mati frá árinu 2017. Heildar- kostnaður við spítalann verður ekki undir 90 millj- örðum úr því sem komið er. ggunnars@frettabladid.is FRAMKVÆMDIR Verðbætur og hátt hrávöruverð hafa gert það að verk- um að kostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur hækkað umtalsvert. Kostnaðarmat verkefnisins var uppfært árið 2017 en þá var gert ráð fyrir að spítalinn myndi kosta um 63 milljarða. Heild- arkostnaður er nú farinn að nálgast 90 milljarða, sem er 27 milljörðum yfir áður útgefnu mati. Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Nýjum Land- spítala (NLSH), segir stærstu verk- þætti spítalans enn innan þeirra skekkjumarka sem gert var ráð fyrir í upphafi. Ekkert bendi til annars en að verkinu verði lokið árið 2028 eins og áætlað var. „Það er akkúrat 50 prósentum af uppsteypunni lokið hérna í meginbyggingunni. Hönnun burðarvirkis er lokið og við erum búin að bjóða út útveggina. Þannig að þetta er farið að taka á sig mynd,“ segir Ásbjörn. Hann segir nýjan Landspítala einstakt mannvirki að svo mörgu leyti. „Þessi spítali er hannaður og byggður með það í huga að hann geti staðið af sér stærstu mögulegu jarðskjálfta. Burðarvirkin eiga ekki bara að standa eftir óhögguð heldur á öll starfsemin að standast prófið.“ Aðspurður hvort hann sé farinn að telja niður fram að verklokum segist Ásbjörn ekkert vera farinn að leiða hugann að því. Verkefnið sé vissulega krefjandi en hann njóti þess að takast á við það. „Ætli ég leggist ekki bara inn á einhverja deildina hérna þegar þessu lýkur,“ segir Ásbjörn. SJÁ SÍÐU 12 Landspítali tugi milljarða yfir áætlun Það er akkúrat 50 prósentum af upp- steypunni lokið hérna í meginbyggingunni. Ásbjörn Jóns- son, sviðsstjóri framkvæmda- sviðs NLSH Lögreglan mun halda áfram að leita að Friðfinni Frey Kristinssyni í dag. Friðfinns hefur verið saknað frá fimmtudeginum í síðustu viku en lögregla lýsti eftir honum á mánudaginn. Rafn Hildar Guð- mundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leit hafi verið hætt í gærkvöldi þegar tók að rökkva. Lögreglan verður með stöðufund nú í morgunsárið áður en leit verður haldið áfram en samkvæmt Rafni eru fáar vísbendingar um ferðir Friðfinns.  FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK PÓLLAND Í gær létust tveir eftir að f lugskeyti lenti í bænum Przewo- dów í austanverðu Póllandi, við landamæri Úkraínu. Pólskir fjöl- miðlar héldu því fram að um rúss- neskt f lugskeyti væri að ræða, en Rússar segja það ekki rétt. Þjóða rör yg g is- og va r na r- málanefnd Póllands var kölluð á neyðarfund vegna málsins og lýstu þjóðarleiðtogar fjölmargra ríkja yfir stuðningi sínum við Pólverja. Tals- maður NATO sagði að hin meinta árás væri væri til rannsóknar, en ef um rússneskt flugskeyti er að ræða gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. SJÁ SÍÐU 4 Tveir létust í Póllandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.