Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 20
Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Undanfarin sextán ár hefur orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þróað og gefið út gjaldfrjálsar veforðabækur sem tengja íslensku við önnur mál. Fyrsta verkið, ISLEX-veforðabókin, var opnuð árið 2011 og lýsir íslensku nútímamáli með þýð- ingum á sex norrænum málum, dönsku, sænsku, nýnorsku, norsku bókmáli, færeysku og finnsku. Aðalritstjóri veforðabókanna er Þórdís Úlfarsdóttir. „Við byrjuðum að vinna í ISLEX-veforðabókinni árið 2006. Þetta var samvinna allra norrænu þjóðanna og háskólastofnana í hverju landi, þar sem hver þjóð bar ábyrgð á sínu máli. Verkefnið er hluti af norrænu samstarfi og við nutum góðs af norrænu tungu- málaáætluninni í formi styrkja. Orðabókarvinna er tímafrek og þegar við byrjuðum var talið að það tæki sex ár að fullbúa hverja orðabók fyrir einn mann. Þegar fleiri bættust við var hægt að stytta tímann aðeins því þá var búið að leysa ýmis álitamál,“ segir Hall- dóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri við orðafræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar. Orðabækur þessar hafa 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda málnotkunardæma, myndir fylgja mörgum orðunum og framburður þeirra er í hljóðskrám. „Styrkur bókanna er til dæmis þessi fjöldi af notkunardæmum og föstum orðasamböndum. Sem dæmi má nefna sagnir eins og segja sem getur þýtt margt, allt eftir því með hvaða orði hún stendur, til dæmis segja frá, segja til og segja upp. Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli, málinu eins og það er talað og skrifað núna. Sami grunnurinn er notaður í allar þessar orðabækur,“ segir Halldóra. Á grundvelli ISLEX varð til Lexía sem er bæði íslensk-frönsk og íslensk-þýsk veforðabók. Íslensk- franska orðabókin, sem unnin er í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum, var opnuð árið 2021 og er ritstjóri hennar Rósa Elín Davíðs- dóttir. Íslensk-þýska orðabókin er enn í vinnslu. „Við vitum ekki alveg hvenær íslenska-þýska veforðabókin verður tilbúin. Við erum í sam- vinnu við háskólann í Vínarborg og Eleonore Guðmundsson, sem kennir þar íslensku. Samverka- menn hennar eru Hartmut Mittel- städt sem kenndi lengi íslensku við háskólann í Greifswald, í gamla Austur-Þýskalandi, svo og Ágúst Lúðvíksson, sem hefur búið í Þýskalandi í áratugi. Það hafa fengist nokkrir styrkir en þau þrjú vinna meira og minna í sjálfboða- vinnu og eru hálfnuð með verkið. Við getum vonandi opnað orða- bókina á næsta ári því okkur finnst það svolítið sniðugt að leyfa fólki að nota orðabækurnar og nýta sér það sem þegar er komið þótt verkið sé í vinnslu.“ Fimmtán milljón króna styrkur frá stjórnvöldum Halldóra segir að í undirbúningi sé íslensk-pólsk orðabók í samvinnu við Stanislaw Bartoszek þar sem pólskt orðabókarefni frá honum er notað. Fengist hefur styrkur frá stjórnvöldum upp á 15 milljónir króna til að halda þessari vinnu áfram og stefnt er að því að opna veforðabókina á degi íslenskrar tungu að ári sem verk í vinnslu. „15 milljónir er mjög myndar- legur styrkur sem við fáum frá íslenskum stjórnvöldum. Við fengum styrk frá Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur 2019 og Veforðabækur milli íslensku og tíu erlendra mála Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritsjóri og verkefnastjóri veforðabóka, ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur, aðalritstjóra veforðabókanna. FRÉTTABLAÐIÐ ANTON BRINK Margmála vef­ orðabækurnar sem eru komnar í notkun og sem eru í vinnslu. gátum hafið undirbúning verk- efnisins. Ritstjóri pólskunnar, Stanislaw Bartozek, flutti til Íslands fyrir um 40 árum, hann er norrænufræðingur og samdi þær orðabækur á milli íslensku og pólsku sem út hafa komið undan- farna áratugi. Hann er nýkominn á eftirlaun og er mjög spenntur að taka aftur til við þetta og auk hans ráðum við þýðendur. Við ætlum að opna veforðabókina eftir ár og þá verðum við kannski komin með efni sem samsvarar skólaorðabók og höldum svo áfram að bæta í hana,“ segir Halldóra. Tíunda tvímála orðabókin sem unnið er að á stofnuninni er íslensk-ensk veforðabók sem byrj- að var á í fyrra. Verkefnið byggir sem fyrr á ISLEX-veforðabókinni en er að stórum hluta unnið með máltæknilegum aðferðum sem flýtir mjög fyrir allri vinnu að sögn Halldóru. „Þetta er nýjasta verkefni okkar. Okkur finnst vanta þessa orðabók. Fjöldi útlendinga býr hér á landi og hefur lítinn aðgang að íslensku því það vantar skýringamálið en getur notað ensku sem brú inn í þjóð- félagið. Máltækniefnið er fengið frá samstarfsmanni okkar, Stein- þóri Steingrímssyni, og enskan er unnin af Max Naylor, hvatamanni verksins, og Birni Halldórssyni.“ Nútímamálsorðabókin vinsæl Halldóra segir að íslensk nútíma- málsorðabók sé byggð á sama grunni og fyrrnefndar orða- bækur en hún var opnuð sem verk í vinnslu fyrir sex árum „Íslenska nútímamálsorðabókin er nú alveg fullbúin. Allar orða- bækurnar voru með 49 þúsund uppflettiorðum en við stækk- uðum þær um 5 þúsund orð fyrir nokkrum árum. Við fundum nýjan orðaforða í máltækninni, það er að segja í svokallaðri risamálheild sem finna má á vef Árnastofnunar. Þá getur þú séð texta, einkum frá því eftir 2000 til dagsins í dag, tíðni orðanna og í hvaða samhengi þau eru notuð. Með því að bera orðaforða orðabókanna saman við risamálheildina fæst listi með nýjum orðum sem við skoðuðum með tilliti til þeirra orða sem hafa öðlast sess í málinu undanfarin ár. Allar þessar orðabækur eru uppfærðar reglulega og íslenska nútímamálsorðabókin er mjög mikið notuð. Það eru 65 þúsund manns að meðaltali sem nota hana á mánuði. Það er nokkuð mikil umferð verð ég að segja,“ segir Halldóra. Veforðabækurnar eiga sér sínar heimasíður en er einnig að finna á vefgáttinni https://malid.is/ n Orðabókarvinna er tímafrek og þegar við byrjuðum var talið að það tæki sex ár að fullbúa hverja orðabók fyrir einn mann. Þegar fleiri bættust við var hægt að stytta tímann aðeins því þá var búið að leysa ýmis álitamál. Halldóra Jónsdóttir 4 kynningarblað 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURDAGUR ÍSLENSKR AR TUNGU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.