Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 24
Dagur íslenskrar tungu er
í dag og leitar hugurinn til
yngri kynslóðarinnar og
hvernig við getum varð-
veitt íslenska tungu. Að hafa
færni í ræðu og riti er eitt
mikilvægasta verkfærið sem
við getum fært komandi
kynslóðum og þar skiptir
lesturinn sköpum.
sjofn@frettabladid.is
Það eru margar leiðir til þess að
vekja áhuga barna á lestri og ávallt
gott að fá góð ráð hjá fagfólkinu
okkar.
Um helgar er um að gera að hlúa
að börnunum og eiga með þeim
gæðastundir. Ein leið til þess að
eiga saman gæðastundir er að
lesa saman og láta sig dreyma. Við
spjölluðum við Svövu Þórhildi
Hjaltalín, grunnskólakennara og
læsisráðgjafa sem einnig er verk-
efnastjóri í Rannsóknarsetri um
menntun og hugarfar við Háskóla
Íslands, í samvinnu við SA, um
hvernig megi gera lestur að gæða-
stundum foreldra og barna.
„Að kúra saman uppi í sófa með
ávexti eða grænmeti í skál og lesa
skemmtilega bók skapar mikla
nánd og góð tengsl. Að tala saman
um söguna, ímynda sér hvað gerist
næst og læra ný orð er gaman. Að
setja sig í spor annarra og jafnvel
læra meira um það sem þú hefur
áhuga á er svo dýrmætt. Allt getur
gerst í ævintýrum, dýr geta talað
og ljósastaurar dansað og það er
svo skemmtilegt og leikur við og
eykur ímyndunaraflið,“ segir Svava
og bætir við að bækur geti verið
miklir gleðigjafar og opnað nýja
heima.
Eru helgarnar ekki vel til þess
fallnar að foreldrar finni skemmti-
lega bók/bækur og lesi með
börnunum sínum og tengi jafnvel
efnisvalið við eitthvað sem þau
þekkja eða eru að fást við?
„Það er gaman að fjölskyldan
skapi þá hefð að heimsækja bóka-
safnið í nágrenninu á laugar-
dögum, velji sér bók/bækur til að
skoða og lesa og komi svo kannski
við í bakaríi eða á kaffihúsi á
heimleiðinni. Það er svo mikilvægt
að finna bækur sem vekja áhuga
barnsins eða tengjast áhuga-
máli þess. Að leyfa barninu að
velja bók eða sögu til að lesa eða
hlusta á skiptir miklu máli og ef þú
finnur bók sem tengist áhugasviði
barnsins þá er það mjög gott.“
Áttu til góð ráð til foreldra sem
gera þeim kleift að gera lesturinn
spennandi með börnunum, jafnvel
verða kveikjan að því að vekja
meiri áhuga barna á því að lesa?
„Það er svo lestrarhvetjandi fyrir
börn að sjá foreldra sína lesa og
njóta bóka. Að lesa framhaldssögu
getur svo sannarlega verið mjög
spennandi og leitt til þess að barn
bíði næstu stundar. Það má lesa
undir sæng með vasaljós eða undir
borði með snakk í skál. Útbúa
lestrarbingó eða spurningaspil. Sú
bók sem barnið les þarf alltaf að
miðast við færni, hún má hvorki
vera of þung né of létt. Að teikna
mynd sem tengist sögunni getur
verið mjög gaman. Að semja nýjan
endi eða nýjan kafla við söguna
getur líka verið mjög gaman.“
Njótum þess að skapa gæða-
stundir með börnunum okkar,
þau eru það dýrmætasta sem við
eigum. Lesum fyrir þau, tölum
við þau og kennum þeim ný
orð! Leggjum grunninn að góðri
lestrarfærni og öflugum lesskiln-
ingi. n
Sköpum gæðastundir og lesum saman
Svava Þórhildur Hjaltalín segir mikilvægt að lesa fyrir börn og með þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Að leyfa barninu
að velja bók eða
sögu til að lesa eða hlusta
á skiptir miklu máli og ef
þú finnur bók sem
tengist áhugasviði barns-
ins þá er það mjög gott.
Starkaður Barkarson hefur
síðustu ár starfað innan
málvísindageirans og
tölvunarfræði. Hann segir
Risamálheildina hafa opnað
spennandi möguleika innan
ólíkra sviða og gagnast jafnt
við gerð þýðingarvéla sem
greiningu á ræðum þing-
fólks.
johanna@frettabladid.is
Fyrsta útgáfa Risamálheildarinnar
(RMH) kom út árið 2018 eftir að
hafa verið í vinnslu í nær þrjú ár.
Síðan þá hefur RMH verið gefin út
árlega. „Risamálheildin er eins og
nafnið gefur til kynna, risastór, og
inniheldur nýjasta útgáfa hennar
rúmlega 2,4 milljarða orða. Það
jafngildir um 35.000 meðal-
löngum skáldsögum. Textarnir
eru f lestir frá því eftir aldamótin
seinustu. Langstærsti hlutinn
eru fréttatextar, textar af sam-
félagsmiðlum og opinberir textar.
Einnig eru textar úr fræðilegum
tímaritum, bókum og af íslensku
Wikipediu,“ segir Starkaður
Barkarson.
Nýir möguleikar
Þegar Starkaður kom að verkinu
höfðu Eiríkur Rögnvaldsson, Sig-
rún Helgadóttir og Steinþór Stein-
grímsson lagt mikla vinnu í að
útvega leyfi fyrir textum og hafið
söfnun þeirra.
„Í malheildir.arnastofnun.is má
leita að dæmum í Risamálheild-
inni um málnotkun. Þetta nýtist
meðal annars við orðabókagerð
og tungumálarannsóknir. Einnig
má rýna í ræður þingmanna eftir
flokki, kyni, aldri og öðrum þátt-
um sem haldið er utan um í RMH.
Málheildin opnar svo nýja mögu-
leika á sviði máltækni og greiðir
leið íslenskunnar inn í heim tölva
og tækni. Þetta kemur til að mynda
að notum við gerð þýðingarvéla,
talgreina og hugbúnaðar fyrir staf-
setningar- og málfarsleiðréttingar,“
segir Starkaður.
Málvísindi og tölvur
Starkaður útskrifaðist með BA í
íslensku 1998. Eftir stutta við-
komu í kennslu í framhaldsskólum
hannaði hann og forritaði Stoð-
kennarann, gagnvirkan námsvef.
Eftir að hafa búið erlendis um
árabil hóf hann meistaranám í
máltækni, sem er sambland mál-
vísinda og tölvunarfræði, við HÍ
og HR. Haustið 2016 hóf hann svo
störf við Árnastofnun, einkum við
gerð málheilda.
Fyrsta eiginlega risamálheildin
var gerð fyrir ensku 2003 og inni-
hélt um milljarð orða. Síðan þá
hafa verið gefnar út sambærilegar
málheildir fyrir stóru tungumálin
eins og frönsku, kínversku og
arabísku. „Danir gáfu nýlega út
danska risamálheild með rúman
milljarð orða. Það er um 40% af
stærð RMH, og megum við því vel
við una,“ segir Starkaður. n
Nánari upplýsingar um RMH má
finna á igc.arnastofnun.is.
Risastór risamálheild fyrir íslenska texta
Starkaður hefur fengist við málvísindi og tölvunarfræði um árabil og er
spenntur fyrir nýjum möguleikum sem Risamálheildin og leitarvél Árna-
stofnunar bjóða upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þetta nýtist meðal
annars við orða-
bókagerð og tungumála-
rannsóknir.
„Urta er frumlegt verk sem hrífur
lesandann ... verk sem á skilið mikið lof.“
I N G I B J Ö R G I Ð A A U Ð U N A R D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð
Áhrifamikill ljóðabálkur eftir stór-
skáldið Gerði Kristnýju um harða
lífsbaráttu á hjara veraldar
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is
8 kynningarblað 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURDAGUR ÍSLENSKR AR TUNGU