Fréttablaðið - 16.11.2022, Page 14

Fréttablaðið - 16.11.2022, Page 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við erum svo sannar- lega hluti af heim- inum, hvort sem við lesum fréttir af honum eða ekki. Gjarnan er talað um að virkja eldri borgara til meiri atvinnu- þátttöku, en þar er yfir margar hindranir að fara. Kári Jónasson leiðsöguma ður og fyrrverandi fréttamaður Enn á ný hafa fulltrúar verkalýðshreyfingar og vinnumarkaðsins sest að samningaborðinu til að semja um kaup og kjör. Það er talað um að þeir séu nú að semja um kaup og kjör fyrir meira en 100 þús­ und manns – hvorki meira né minna. Á næstunni fara svo væntanlega í gang viðræður milli ríkis og sveitarfélaga við BHM og BSRB. Þá eru ótalin mörg félög sem tilheyra ekki þessum heildarsamtökum, eins og Blaðamannafélag Íslands, f lugmannafélagið og f leiri. En það vantar enn að geta eins hóps meira en 50 þúsund manna sem eiga enga fulltrúa við samn­ ingaborðið, og það er eldra fólkið í samfélagi okkar – sem á undanförnum árum hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp það velferðarsamfélag sem við nú búum við. Já, þessi hópur á engan fulltrúa við samninga­ borðið, þótt margir í honum hafi lagt mikið á sig á undanförnum árum innan sinna stéttarfélaga við að bæta kjörin. Verkalýðsfélögin mörg hver – ekki öll – hafa hreinlega þurrkað nöfn þeirra út úr bókum sínum ef svo mætti segja, því kröfur um bættan hag þessa hóps eru sjaldséðar í kröfugerð­ inni í yfirstandandi samningum. Þá vill svo til að einmitt þessa dagana eru kjör eldra fólks til umræðu hjá háttvirtu Alþingi, og ef marka má fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir, þá er þar ekki feitan gölt að f lá fyrir eldra fólk. Gjarnan er talað um að virkja eldri borgara til meiri atvinnuþátttöku, en þar er yfir margar hindr­ anir að fara. Ein er sú að eftir 70 ára aldur greiðir fólk ekki í lífeyrissjóð ef það stundar launaða vinnu. Fyrirtæki og stofnanir sleppa þannig við að greiða 11,5% af launum þess í sjóðina, og má því segja að eldra fólk sé ódýr vinnukraftur. Launþegarnir fá hins vegar ekkert aukalega í sinn vasa, og þetta er atriði sem gjarnan mætti taka upp í þeim viðræðum sem nú standa yfir og fyrirhugaðar eru. n Eldra fólk er ódýrt vinnuafl Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Á dögunum birtist grein í The New York Times eftir Jessicu Valenti, sem er ein 167 milljóna kvenna í Bandaríkjunum. Jessica skrifar um tíu ára ólétta stúlku í Ohio sem var nauðgað, barn hvers saga var álitin lygi af fulltrúum Repúblikana þar í landi. Eftir að hið sanna kom í ljós var orðræðunni snúið á þá leið að nauðgunin væri „hörmulegt frávik“. Jessica skrifar um meira en tug barna sem fóru í fóstureyðingu í nágrannaríkinu Kentucky á síðasta ári. Þar af tvö níu ára börn. Jessica skrifar að nú þurfi þessi börn að bera þungan­ ir í litlu líkömunum sínum, eða ferðast langt að heiman, til að sækja heilbrigðisþjónustu sem er lífsnauðsynleg, ef fjölskyldur þeirra hafa efni á því að fara í ferðina yfirhöfuð. Jess­ ica skrifar og skrifar og mun skrifa áfram. Annar dauðadómur fellur í Íran til viðbótar við hina fimmtán þúsund dóma sem mótmæl­ endur í varðhaldi eiga yfir höfði sér. Stjórnvöld þar í landi halda nafni hins dæmda leyndu sem er gefið að sök að hafa kveikt í opinberri byggingu. Ástæða íkveikjunnar er í tengslum við mótmæli sem hófust þegar siðgæðislög­ reglan myrti unga konu í varðhaldi. Ástæða varðhaldsins var hvernig konan bar höfuð­ klút, klæðnað sem er skylda fyrir allar konur í Íran að bera. Í stríðshrjáðri Úkraínu er stúlkum niður í fjögurra ára gömlum nauðgað með kerfis­ bundnum hætti til að vopnvæða hryllinginn sem kynferðisbrot er. Þetta er veruleiki sem á sér stað í Evrópu í dag, í síðustu viku og vikurnar þar á undan. Um 2,4 milljarðar kvenna fá ekki jöfn efna­ hagsleg tækifæri og 178 lönd halda uppi laga­ legum hindrunum sem koma í veg fyrir fulla efnahagslega þátttöku. Í 86 löndum standa konur frammi fyrir einhvers konar atvinnu­ hömlum og 95 lönd tryggja ekki jöfn laun fyrir sömu vinnu. Á heimsvísu hafa konur aðeins þrjá fjórðu af þeim lagalegu réttindum sem karlar fá. Í jafnréttisparadísinni má ekki gleymast að réttindin okkar eru ekki sjálfsögð, koma ekki til út af engu og það þarf að halda þeim við. Viðsnúningur á réttarstöðu eða aðgengi að heilbrigðisþjónustu, á borð við þann sem varð í Bandaríkjunum, er ekki brjálæðis­ lega einangrað frávik heldur er um að ræða pólitíska sveiflu sem finnst á heimsvísu og við erum svo sannarlega hluti af heiminum, hvort sem við lesum fréttir af honum eða ekki. Líkami kvenna, þeirra vígvöllur og allur sá djass. Og Jessica skrifar. n Jessica skrifar ser@frettabladid.is Holningin Hún er ekki beint upplitsdjörf holningin á alþingismönnum þjóðarinnar þegar þeir birtast þessi dægrin í fréttatímum sjón­ varpsstöðvanna eða á frétta­ síðum dagblaðanna, en nú er svo komið að hver og einn einasti þeirra situr lítið eitt hokinn í stólnum með báðar hendur á símanum sínum og lítur ekki upp, hvað svo sem gengur á í ræðu­ púlti löggjafarsamkundunnar. Það er með öðrum orðum runnið á hana fálæti, enda skeyta menn engu um hvað ræðumaðurinn er að fara, svo mikilvægt sem það er að stara stjörfum augum á síma sinn. Þögnin Nú er hún Snorrabúð stekkur að þessu leyti, en sú var tíðin að ræðumenn tókust almenni­ lega á við þingmenn úti í sal, svo stundum blæddi undan stingandi augnaráðinu. Á þessu gullaldar­ skeiði Alþingis voru frammí­ köll á við fegurstu listgrein – og fjölmenni fyllti þingpalla til þess eins og heyra og horfa á iðandi þingheiminn gera lítið, eða eftir atvikum mikið, úr ræðumanni líðandi stundar. En núna horfir ekki stakasti þingmaður lengur á mannveruna í púltinu, heldur aðeins í gaupnir sér þar sem símann er að finna – og myndi vísast hvorki bregða við sár né bana í holningunni atarna. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.