Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 28
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Í. Ívarsson bifreiðarstjóri og verktaki, Seljavegi 8, Selfossi, lést sunnudaginn 13. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Ingunn Hulda Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Harpa Guðmundsdóttir Guðmundur Þór Pétursson Ólöf Eir Guðmundsdóttir G. Alda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, S. Ómar Hauksson Hólavegi 41, Siglufirði, lést á HSN Siglufirði, mánudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Útförinni verður jafnframt streymt. Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir Haukur Ómarsson Solveig Ólöf Magnúsdóttir Rósa Dögg Ómarsdóttir Róbert Jóhann Haraldsson Jónas Logi Ómarsson Ester Torfadóttir Eva Björk Ómarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Blásið verður til Nonnahátíðar á Akureyri í dag í tilefni þess að hundrað ár eru frá því að fyrsta Nonnabókin kom út á íslensku. arnartomas@frettabladid.is Minjasafnið á Akureyri efnir í dag til hátíðar í Nonnahúsi í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta bók Nonna kom út á íslensku. Tíma- mótin eru reyndar tvenn því að í dag er líka afmælisdagur Jóns Sveinssonar, Nonna. „Við höfum verið að kalla þetta síð- búið útgáfuhóf,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum þessa hátíð en vonandi ekki það síð- asta.“ Bækur Nonna njóta enn mikilla vinsælda víða um heim, en fyrsta bók hans var gefin út á þýsku 1913. Það var ekki fyrr en 1922 sem hún kom fyrst út á íslensku í þýðingu Freysteins Gunn- arssonar. Haraldur Þór segir skemmti- legt að afmælisdagur Nonna skuli vera á degi íslenskrar tungu. „Tvö af stóru skáldunum okkar í Eyja- firðinum okkar eiga afmæli á þessum degi, Jónas Hallgrímsson og Nonni,“ segir hann. „Það er skemmtilegt að það skuli vera barnabókahöfundur fæddur á degi íslenskrar tungu. Nonni á það reyndar til að falla svolítið í skugga Jónasar en vonandi ekki núna.“ Einlægar sögur Í bókum Nonna segir frá ævintýrum hans og bróður hans, Manna. Bækurnar eru tólf talsins og hafa verið gefnar út í milljónum eintaka á tugum tungumála. En af hverju urðu þær svona vinsælar? „Það er mjög góð spurning,“ svarar Haraldur Þór. „Gunnar F. Friðriksson veltir þessu einmitt fyrir sér í ævisögu sinni um Nonna en það eru margir að skrifa svipaðar drengjabókmenntir á þessum tíma svo það er ekki ástæðan. Kannski er það bara vegna þess að þetta eru svo einlægar sögur. Hann er gríðar- lega vinsæll í útlöndum og líklega sá höfundur sem hefur verið gefinn út á flestum tungumálum þangað til nýlega.“ Barnabörnin sækja Nonna heim Á hverju ári heimsækja þúsundir manns Nonnahús til að heimsækja heimili höf- undarins. Haraldur Þór er ánægður með hvernig vinsældir bókanna hafa erfst í gegnum kynslóðirnar. „Það er skemmtilegt að sjá að nú eru barnabörnin farin að koma, af kom- endur þeirra sem ólust upp á Nonna- bókunum,“ segir hann. „Nonni hefur þannig lifað í gegnum kynslóðirnar og er auðvitað enn þá gefinn út í mörgum löndum. Það er kannski Ísland sem hefur verið erfiðast í útgáfu og þess vegna er gott að þetta sé að koma út sem hljóð- bók því þetta hefur verið ófáanlegt hér á landi á undanförnum árum.“ Nonnahátíðin hefst í dag með viðhöfn milli klukkan 15 og 17 og stend- ur yfir fram á sunnudag. Þar verður hægt að skoða frumhandrit Nonna, þar á meðal fyrstu bók hans sem hann skrifaði á dönsku og þýðingu Freysteins. Þá verða einnig fjölbreyttir viðburðir í boði á milli daga eins og upplestrar, myndskreytingar- smiðjur og tónleikar. „Það er hugmyndin að gera þetta að föstum lið og leyfa þessu að vaxa,“ segir Haraldur Þór. n Síðbúið útgáfuhóf Nonna Nonnabækurnar eru til á fjölda tungumála, til dæmis kínversku, japönsku og esperanto. arnartomas@frettabladid.is Þann 9. nóvember síðastliðinn var Vikt- or Ólafsson fyrstur Íslendinga kosinn heimsforseti alþjóðahreyfingarinnar Junior Chamber International (JCI). Hreyfingin samanstendur af 18 til 40 ára fólki sem hefur áhuga og metnað til þess að ef la hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig, ég er mjög spenntur,“ segir Viktor sem hefur formlega störf 1. janúar á næsta ári. „Nú er bara að undirbúa á fullu eins og maður hefur verið að gera undan- farna mánuði.“ Viktor byrjaði 2010 í JCI í gegnum JCI Reykjavík, aðildarfélag hreyfingarinnar á Íslandi. Honum líkar augljóslega vel þar og segist hafa verið á fullu síðan þá, fyrst hér heima og síðan erlendis. Heimsforseti er enginn smá starfstitill og honum fylgja stór verkefni. „Þetta felur í sér yfirumsjón með allri hreyfingunni,“ segir hann. „Stóra hlut- verk heimsforseta er í sjálfu sér að stýra skútunni í eitt ár, ferðast um allan heim og heimsækja sem flesta af okkar félög- um, hvetja þá til dáða og miðla sýninni.“ Í JCI-hreyfingunni í dag eru yfir 150 þúsund félagsmenn ásamt eldri félögum sem telja kannski 80 til 100 þúsund í viðbót og má ætla að Viktor, sem aðalsendiherra hreyf- ingarinnar, verði á ferðalagi í um 300 daga á árinu 2023. Hann er nú í stuttu stoppi á Íslandi og af því tilefni munu JCI á Íslandi bjóða til móttöku honum til heiðurs í KR- heimilinu Frostaskjóli í dag. n Íslendingur heimsforseti JCI Viktor byrjaði í JCI árið 2010. Nonni skrifaði bækur sínar á þýsku. MYNDIR/AÐSENDAR Á safninu er hægt að skoða frumhandrit Nonna. Nonni á það reyndar til að falla svolítið í skugga Jónasar en vonandi ekki núna. 1532 Francisco Pizarro og menn hans taka Ata- hualpa Inkakonung til fanga. 1621 Páfi gefur út til- skipun um að fyrsti janúar skuli verða fyrsti dagur ársins. 1632 Gústaf annar Adolf Svíakonungur fellur í orrustunni við Lützen. 1907 Stytta Einars Jóns- sonar af Jónasi Hallgrímssyni er afhjúpuð við Amt- mannsstíg. 1917 Reykjavíkurhöfn er formlega tekin í notkun. 1930 Austurbæjarskóli tekur til starfa. 1930 Lúðrasveitin Svanur er stofnuð. 1945 Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er stofnuð. 1946 Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar eru jarð- settar í þjóðargrafreitnum. 1985 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands fædd. 1996 Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. 2000 Bill Clinton verður fyrstur Bandaríkjaforseta til að heimsækja Víetnam frá lokum Víetnamstríðsins. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.