Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 34
Á nokkurra ára fresti endur- nýjast ungstirnalagerinn í kvikmyndaborginni Holly- wood og ný andlit mæta á sjónarsviðið. Þá er ekki úr vegi að gera stutta saman- tekt á ungu hæfileikafólki sem þykir líklegt til að skipa fremstu röð á næstu árum, eða hefur nýlega komið sér þar fyrir. ninarichter@frettabladid.is Hin unga Hollywood Evan Peters Dahmer Bandaríski leikarinn Evan Thomas Peters er fæddur 1987. Hann er ekki byrjandi eða óþekktur og hefur landað fjölda hlutverka í hryllings- þáttunum American Horror Story og túlkað eitt aðalhlut- verka í glæpaþáttunum The Mare of Easttown. Hann var eftirminnilegur í hlutverki Stan Bowes í fyrstu þátta- röðinni af Pose og landaði hlutverki Peter Maximoff eða Quicksilver í X-Men. Hann varð að stórstjörnu með túlkun aðalpersónunnar í hinum gríðarlega vinsælu þáttum Dahmer – Monster: The Jeffrey Dahmer Story og það er ljóst að hann hefur skipað sér í fremstu röð. Jenna Ortega Wednesday Jenna Marie Ortega er bandarísk leik- kona fædd árið 2002. Hún hóf ferilinn sem barna- stjarna í gamanþátt- unum Jane the Virgin sem margir Íslendingar kannast við. Hún fór með hlutverk Ellie Alves í spennu- þáttunum You á Netflix og lék í hryllingsmynd- unum X og endurgerð Scream á þessu ári, og fékk kvikmyndaverðlaun MTV-sjónvarpsstöðvarinnar í kjölfarið fyrir besta leik í hryllingsmynd. Simone Ashley Bridgerton Breska leikkonan Simone Ash- wini Pillai, betur þekkt sem Simone Ashley, er fædd árið 1995. Hún sló í gegn í períódu- dramanu Bridgerton á Netflix og gamandramaþáttunum Sex Education. Austin Butler Elvis Bandaríski leikarinn Austin Robert Butler er fæddur árið 1993. Hann er þekktastur fyrir túlkun sína á Elvis Presley í kvik- myndinni Elvis sem kom út fyrr á árinu. Butler hóf feril sinn í sjónvarpi, fyrst í hlutverkum á Disney Channel og Nickelodeon og síðar í unglingaleik- ritum. Hann túlkaði per- sónu Tex Watson í stór- myndinni Once Upon a Time in Hollywood árið 2019 eftir Íslandsvininn Quentin Tarantino, og það er ljóst að hann mun hafa nóg að gera á næstu árum. Maya Hawke Stranger Things Maya Ray Thurman Hawke er bandarísk leikkona, fyrirsæta og söngkona, fædd 1998. Maya er þekkt fyrir að vera dóttir stórleikaranna Umu Thurman og Ethan Hawke en hefur sannað að hún er fullfær um frægð á eigin forsendum. Hún hóf ferilinn með fyrirsætu- störfum og hóf leikferilinn í hlutverki Jo March í BBC- aðlögun Little Women frá 2017. Maya sýndi verðlauna- frammistöðu sem Robin Buckley í Stranger Things og landaði í framhaldinu hlutverkum í Once Upon a Time in Hollywood og Do Revenge frá 2022. Hún hefur einnig reynt fyrir sér í tónlistinni og sent frá sér tvær plötur, Blush frá 2020 og Moss frá 2022. Milly Alcock House of the Dragon Ástralska leikkonan Amelia May Alcock er fædd árið 2000. Hún hlaut AACTA-til- nefningu fyrir leik sinn í gamanþáttunum Upright. Hún hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi fyrir túlkun sína á persónunni Rhaenyra Targaryen í HBO- fantasíuþáttunum House of the Dragon.Daisy Edgar-Jones Where the Crawdads sing Daisy Jessica Edgar-Jones er ensk leikkona fædd 1998. Hún sló í gegn í örþáttaröðinni Normal People 2020 sem byggir á samnefndri met- sölubók Sally Rooney. Hún lék einnig í sannsögulegu glæpaþáttaröðinni Under the banner of heaven og fór með aðalhlutverkið í stórmyndinni Where the Crawdads sing sem byggir á samnefndri metsölubók. Mia Goth Suspiria Mia Gypsy Mello da Silva Goth er ensk leik- kona, fyrirsæta og handritshöfundur, fædd árið 1993. Hún hóf ferilinn á unglingsárum og lék í kvikmyndinni Nymphomaniac eftir stjörnuleik- stjórann Lars von Trier árið 2013. Árið 2018 fór Mia með auka- hlutverk í ráðgátunni High Life eftir Claire Denis og endurgerð Luca Guadagnino af klassísku költmyndinni Suspiria. Hún fór með hlutverk í róman- tísku gamanmyndinni Emmu árið 2020 og lék í hryllingsmyndunum X og Pearl árið 2022, og var meðhöfundur hinnar síðarnefndu. Thuso Mbedu The Woman King Thuso Nokwanda Mbedu er suður-afrísk leik- kona fædd 1991. Hún var tilnefnd til alþjóðlegra Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt í dramaþátta- röðinni Is'Thunzi frá 2016. Hún átti sæti á Forbes Africa 30 undir 30-listanum árið 2018 og fór með hlutverk Nawi í stórmyndinni The Woman King sem kom út fyrr á árinu. Jeremy Pope Hollywood Jeremy Pope er bandarískur leikari og söngvari, fæddur 1992. Pope er sjötti maðurinn í sögu Tony-sviðslistaverð- launanna sem er tilnefndur í tveimur flokkum fyrir tvær sýningar á sama ári, og hann hlaut einnig tilnefningu til Grammy-verðlauna árið 2020 fyrir bestu söngleikja- plötuna. Árið 2020 lék Pope í Netflix- þáttaröðinni Hollywood, sem aflaði honum til- nefningar til Emmy-verð- launanna 2020. 22 Lífið 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.