Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2022næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 12
Konan mín er deildar- stjóri gjörgæslunnar í Fossvogi þannig að það er eins gott að standa sig og gera þetta vel. Gert er ráð fyr ir að kostnaður við nýjan Land spít al a við Hring braut fari 27 milljarða fram úr uppfærðu kostnaðar- mati frá árinu 2017. Heildar- kostnaður spítalans verður í kringum 90 milljarðar. Verðbætur og hækkanir skýra framúrkeyrsluna. Einn af þeim sem standa í stafni einnar u mfangsmest u f ram- kvæmdar Íslandssögunnar heitir Ásbjörn Jónsson. Hann er bygginga- tæknifræðingur með meistaragráðu í rekstrarverkfræði og hefur áður komið að stórum framkvæmdum bæði innanlands og erlendis. Hann segir gríðarlegar áskoranir fylgja því að byggja nýjan Land- spítala. Verkefnið krefjist skipulags og mikils undirbúnings en ánægjan felist í því að sjá byggingarnar loks rísa. „Það er akkúrat 50 prósentum af uppsteypunni lokið hérna í megin- byggingunni. Hönnun burðarvirkis er lokið og við erum búin að bjóða út útveggina. Þannig að þetta er farið að taka á sig mynd og við finn- um að athyglin er að aukast. Ásbjörn segist vera orðinn vanur því að vera spurður af hverju fram- kvæmdin taki svona langan tíma. „Það er skiljanlegt að fólk velti þessu fyrir sér en skýringin liggur í því hve einstakt verkefnið er. Svona spítali hefur aldrei verið byggður áður. Þá er ég ekki bara að tala um Ísland heldur líka á heimsvísu. Í fyrsta lagi er óvenjulegt að ein sjúkrahúsbygging hafi svo fjölbreytt hlutverk. Yfirleitt eru spítalar sér- hæfðir en hérna erum við að byggja spítala sem á að ná yfir allt sviðið. Sjúkrahús erlendis eru yfirleitt með þrengra sjónsvið en vegna smæðar Einstakt mannvirki í alla staði Ásbjörn Jóns- son, sviðsstjóri hjá Nýjum Land- spítala, segir heildarkostnað verkefnisins enn innan skekkjumarka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Staðreyndir um stál n Í burðarvirki nýja Landspítal- ans fara yfir 11 þúsund tonn af bendistáli. n Það gerir um 250 kíló af stáli á hvern rúmmetra. n Magn stálsins sem notað er í hvern rúmmetra spítalans er fimmfalt á við það sem þekk- ist í venjulegum byggingum. Staðreyndir um steypu n Í nýjan Landspítala fara um 55 þúsund rúmmetrar af stein- steypu. n Til að flytja steypuna þarf yfir 8 þúsund steypubíla. n Notuð er sérstök sjálfútleggj- andi steypa sem er þéttari en venjuleg steypa. n Kornin í steypunni eru fínni en gengur og gerist og því myndast engin loftrými í burðarvirkinu. n Allt er þetta gert til að mann- virkið geti staðið af sér stóran jarðskjálfta. landsins þurfum við að ramma öll sviðin inn á einum og sama reitnum hérna við Hringbraut.“ Stærsta skýringin á löngum fram- kvæmdatíma, að sögn Ásbjörns, hefur þó fyrst og fremst með aðstæður á Íslandi að gera og þær kröfur sem gerðar eru til sjúkra- húsa. „Þessi spítali er hannaður og byggður með það í huga að hann geti staðið af sér stærstu mögulegu jarðskjálfta. Burðarvirkin eiga ekki bara að standa eftir óhögguð heldur á öll starfsemin að standast prófið. Það þýðir að spítalinn þarf að vera kominn á fullt skrið nokkrum mínútum eftir að jarðskjálfti ríður yfir. Hér má ekkert fara úr skorðum og öll hönnun á burðarvirki, tækni- ferlum og innanstokksmunum tekur mið af því. Hingað þurfa allir sem slasast í stórum skjálfta að geta leitað. Þess vegna stend ég við það fullum fetum að þetta er einstök framkvæmd. Hún á sér engin for- dæmi hér á landi.“ Ásbjörn segir þessar áherslur sýnilegar á turnum sem er farnir að rísa upp úr grunninum við Hring- braut. „Burðarvirki turnanna eru eins létt og kostur. Fyrstu tvær kjallara- hæðirnar ógnarsterkar en eftir því sem ofar dregur eru hæðirnar léttar og sveigjanlegar. Þær munu dansa í takt við jarðhræringarnar.“ Allar einingar í útveggjum spítal- ans eru hannaðar í verksmiðjum erlendis með sömu kröfur í huga. Þær fara í gegnum prófanir þar sem þær eru tuskaðar til og hristar. „Þannig að það er eng inn afsláttur gefinn þegar kemur að gæðakröfum, öryggi og álagi.“ Krafa um endurmenntun vegna verðbréfa- réttinda (áður próf í verðbréfaviðskiptum) Prófnefnd verðbréfaréttinda vekur athygli á því að þeim sem öðlast hafa verðbréfaréttindi er skylt að sækja árlega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum. Endurmenntun vegna verðbréfaréttinda skal að lágmarki svara til tveggja klukkustunda á ári og samtals sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili og skulu að lágmarki fjórar klukkustundir vera stað- festanlegar, t.d. með skriflegri staðfestingu námskeiðshaldara eða frá viðkomandi háskóla ef um er að ræða kennslustörf eða fyrirlestrahald á háskólastigi. Endurmenntunartímabil þeirra sem öðlast hafa réttindi hefst 1. janúar árið eftir að þau voru veitt. Endurmenntunartímabil allra þeirra sem öðluðust réttindin fyrir árslok 2021, þ.m.t. vegna þeirra voru með próf í verðbréfaviðskiptum, hófst því 1. janúar 2022. Þeir sem hafa verðbréfaréttindi skulu halda skrá um endurmenntun sína og afhenda prófnefnd verðbréfaréttinda hana, á því formi sem nefndin ákveður, óski nefndin eftir því. Þeir sem standa fyrir námskeiði eða ráðstefnu geta óskað eftir stað- festingu frá prófnefnd verðbréfaréttinda á því að viðkomandi námskeið eða ráðstefna teljist til endurmenntunar. Á vefsíðu prófnefndar er að finna lista yfir námskeið/ráðstefnur sem prófnefnd hefur staðfest að teljist til endurmenntunar. Í 8. og 9. gr. reglugerðar um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021, er nánar fjallað um endurmenntun vegna verðbréfaréttindaprófs. Prófnefnd verðbréfaréttinda Vefsíða prófnefndar: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/ profnefnd-verdbrefarettinda/ 12 Fréttir 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (16.11.2022)
https://timarit.is/issue/426834

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (16.11.2022)

Aðgerðir: