Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Mitt sérsvið eru sektarlausir sætir bitar því ég hef alltaf verið sælkeri og finnst nauðsynlegt að eiga til eitthvað sætt. Mitt hlutverk er því að finna út hvernig við getum gert það hollt og ekki síður bragðgott.“ Þetta segir heilsumarkþjálfinn og heilsukokkurinn Júlía Magnús- dóttir sem kann á því lagið að matbúa gotterí og bakkelsi sem hægt er að njóta til fulls án sektar- kenndar. „Það eru margir sem gera sér fyrir fram hugmynd um að hollt geti ekki verið bragðgott og því kemur það fólki iðulega á óvart hvað hollir, sætir bitar geta verið gómsætir. Upplifunin á líka að vera þannig að maður hugsi: Vá, þetta er það gott að ég þarf ekki hitt lengur,“ segir Júlía. Sigraðist á heilsukvillunum Liðin eru tíu ár síðan Júlía setti fyrirtækið sitt Lifðu til fulls á lagg- irnar. „Ég lenti alveg óvart í þessum bransa. Ég hafði séð fyrir mér að verða skrifstofumær og prófaði það eftir menntaskóla en fann að það hæfði mér engan veginn. Áhugi á heilsu var alltaf til staðar og ég vissi að mataræði gæti skipt sköpum þegar kæmi að heilsu og vellíðan. Ég greindist með iðraólgu á barnsaldri og áttaði mig seinna á að ákveðin fæða hafði góð áhrif gegn henni á meðan önnur fæða ýtti undir einkennin. Á þeim tíma hafði ég rosalega sykurþörf, burðaðist með aukakíló, liðverki, hormónavandamál og var ekki sátt í eigin skinni, en með því að fikra mig áfram, hella mér út í fræðin og vera staðráðin í að komast að því hvað orsakaði þessa vanlíðan mína, náði ég að sigrast á mínum heilsukvillum,“ greinir Júlía frá. Á þessu tímabili menntaði Júlía sig í heilsumarkþjálfun og hefur síðan gerst markþjálfi og heilsu- kokkur að auki. „Ég fann á eigin skinni að við erum það sem við borðum og að matur hefur gríðarleg áhrif á heilsu okkar og líðan. Þegar ég lauk náminu fór ég af stað með sykurlausar áskoranir sem kennt hafa þúsundum um slæmu áhrifin sem sykur getur haft á líkamann ef hans er neytt í umframmagni. Í Lifðu til fulls höfum við hjálpað fólki að upplifa meiri orku dags- daglega, að losna við sykurlöngun- ina og að léttast með varanlegri lífsstílsbreytingu,“ segir Júlía sem gaf einnig út matreiðslubókina Lifðu til fulls og heldur nú netnám- skeið um breyttan lífsstíl og breytt mataræði og hvernig það getur verið bæði bragðgott og varanlegt. „Auðvitað hrasaði ég fyrstu árin og gekk í gegnum tímabil þar sem ég sótti í gamlar sætindaminning- ar, fékk mér og lét undan, en fann þá fyrir vanlíðan á eftir. Það er nefnilega þannig að eftir því sem maður borðar hreinni fæðu verða bragðlaukarnir gagnvart henni sterkari til hins betra, maður nýtur hennar betur og finnur til mikillar vellíðunar í líkamanum, orkan er betri og þrekið að auki. Í dag finnst mér hins vegar ekkert mál að sleppa sykri enda hef ég komið mér upp hollari útgáfum af þessum gömlu freistingum. Þær koma til dæmis hiklaust í staðinn fyrir Snic- kers og í uppskriftabókinni minn er einmitt uppskrift að hollu Snic- kersi, og alveg jafn góðu, ef ekki betra,“ segir Júlía. Munar um Feel Iceland kollagen Eftir þrítugt byrjaði Júlía að taka inn Amino Marine kollagenduft frá Feel Iceland. Það er 100 prósent hreint hágæðakollagenprótín fyrir húð, vöðva og liðamót og stuðlar að uppbyggingu, endurheimt og forvörn. „Ég varð meðvituð um að kolla- genframleiðsla líkamans minnkar með árunum, sérstaklega eftir þrí- tugt, og vildi því taka inn kollagen fyrir líkamann, liði, vöðva, húð, hár og neglur. Ég finn góða líðan af því að taka inn kollagenið sem hentar einkar vel með hreinu og góðu mataræði og mér finnst það frábær viðbót. Mér fannst það fljótt virka mjög vel, hárið á mér fór að vaxa hraðar og er orðið þykkara, húðin er orðin raka- meiri og hefur fengið á sig fallegan ljóma,“ segir Júlía sátt og ætlar að halda áfram að taka inn Feel Iceland kollagenið. „Margar konur sem eru á nám- skeiðum hjá mér hafa einnig fundið jákvæð áhrif af kollageninu frá Feel Iceland, þar á meðal jákvæð áhrif á liði, meltingu og húðina sem er vel nærð og ljómar.“ Júlía setur kollagenið út í morgunmatinn alla daga. „Ég blanda því við kókósjógúrt, en með því hef ég chia-graut, mangó og granóla. Mér finnst miklu muna því það er prótín í kollageninu sem gefur góða seddu. Ég er vön að taka æfingu í hádeginu og þetta heldur mér í frá- bærum gír fram yfir æfingu.“ Sektarlaus jól Á morgun, fimmtudaginn 17. nóvember, og næstkomandi mið- vikudag 23. nóvember, verður Júlía með ókeypis fyrirlestur í beinni á netinu sem hægt er að skrá sig fyrir á lifdutilfulls.is. Fyrirlesturinn er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref án sykurs og vilja halda í holl- ustuna yfir hátíðirnar. „Á þessum árstíma, þegar aðventan og jólin nálgast, þurfum við enn meiri stuðning því alls staðar eru freistingarnar. Ég held að lausnin sé ekki að beita okkur heraga og standast allar freistingar. Við þurfum að geta leyft okkur að njóta veisluborðs jólanna, en innan ákveðinna marka svo við völdum ekki of miklu álagi á líkamann. Á fyrirlestrinum fjalla ég því um hvernig fólk getur notið jólakræsinganna án þess að missa sig algjörlega. Margir ætla sér einn konfektmola en svo er boxið bara búið og sykurvíman ein eftir. Ég kenni hvernig við getum stillt sykurþörfinni í hóf yfir daginn, gert þeyting (e. smoothie) sem eykur orku, losar bjúg og vinnur gegn sykurþörfinni, og farið í gegnum hátíðirnar í meira jafn- vægi,“ upplýsir Júlía. Hún segir ekki eins gaman að vera til ef maður getur aldrei leyft sér neitt. „Sumir eiga erfitt með að finna milliveginn en það er vissulega hægt. Rót sykurþarfarinnar er ójafnvægi. Til dæmis getur verið að samsetning máltíða sé ekki nógu góð, að ekki sé þar næg fita eða prótín, jafnvel skortur á steinefnum og þá verðum við ekki nægilega södd og með löngun í sykur seinna meir. Einnig getur lítill svefn eða stress í vinnunni spilað inn í. Við þurfum að vinna úr þessu ójafnvægi og oft heyri ég að sykurþörfin hreinlega hverfi hjá konum hjá mér á námskeiði eftir að búið er að skapa jafnvægi með næringarríkum og bragðgóðum máltíðum yfir daginn.“ Á fyrirlestrinum fjallar Júlía líka um hvernig hægt er að skipta út sykri í jólabakstri án þess að skerða bragð og gera hann hollari, og hver munurinn er á helstu sætu- gjöfum. „Ég mun líka gefa vinninga frá Feel Iceland á fyrirlestrinum og held uppi fjörinu heima í stofu. Einnig býð ég þeim sem vilja fara skrefinu lengra og koma á Frískari og orkumeiri-námskeið mitt, bæði stuðning yfir hátíðirnar og einnig bónus með uppskriftum að orkugefandi og sektarlausum jóla- smákökum,“ segir Júlía sem gefur lesendum uppskrift að dásam- legum og hollum smákökum. n Feel Iceland vörurnar fást meðal annars í Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyfjum og heilsu, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Apótekaranum, Fríhöfninni og Nettó. Feel Iceland vörurnar fást einnig í vefverslun Feel Iceland, feeliceland.com. Nánari upplýsingar um Feel Iceland kollagenið á feeliceland. com Sjá meira um Júlíu og fleiri upp- skriftir að sektarlausum sætubit- um á lifdutilfulls.is og á Instagram og Facebook @Lifðu til fulls. Meðvituð um að kollagenfram- leiðsla líkamans fer minnkandi með aldrinum ákvað Júlía að taka inn Feel Iceland kollagen fyrir líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Í Feel Iceland kollageninu er prótín sem gefur góða seddu. Ég er vön að taka æfingu í hádeginu og kollagenið heldur mér í frábærum gír fram yfir æfingu. Júlía Magnúsdóttir Hafrakökur Júlíu með súkkulaði og heslihnetum 14–17 kökur ½ bolli smjör (120 g) við stofu- hita (hefðbundið eða vegan smjör) ¾ bollar hrásykur eða kókos- pálmasykur (100 g) 10 dropar stevia 1 egg ½ tsk. vanilludropar 1¼ bolli hafrar (100 g) trölla- hafrar eða venjulegir 1 bolli möndlumjöl (130 g) ½ tsk. vínsteinslyftiduft ½ tsk. matarsódi 4–6 skeiðar kollagenduft ¼ tsk. salt 100 g dökkt súkkulaði, smátt skorið 100 g af heslihnetum, skornar Forhitið ofn við 180°C. Ristið heslihneturnar í ofn- skúffu þakinni bökunarpappír í ofni í sirka 6–10 mínútur. Látið kólna örlítið. Fjarlægið næst hýðið af hnetunum með því að taka nokkrar heslihnetur upp í einu og nudda saman með lófunum. Allt í góðu ef allt hýðið næst ekki fullkomlega af. Leggið heslihnetur án hýðis á skurð- bretti og saxið niður eftir smekk, ég saxaði þær gróflega. Geymið til hliðar. Setjið smjör og sætuefni í skál og hrærið vel með hrærivél eða handþeytara. Ef gleymist að láta smjör mýkjast við stofu- hita þarf aðeins að hræra saman með höndum. Bætið egginu við ásamt vanilludropum og þeytið. Bætið við höfrum, möndlumjöli, matarsóda, bökunardufti, kollageni, salti og hrærið örlítið. Bætið svo við súkkulaði og hesli- hnetum í lokin og hrærið þar til þetta hefur dreift vel úr sér. Setjið bökunarpappír á ofn- plötu, skammtið matskeið af deiginu og mótið smákökurnar, hér þarf svolítið að fletja kök- urnar út, hafið pláss á milli því kökurnar munu aðeins renna út. Hægt er að hafa smákökurnar stórar eða minni eftir smekk svo bakist jafnt. Bakið í 8-10 mínútur. Fylgist með, en kökurnar ættu að verða örlítið gylltar á jöðrum en þó alls ekki of dökkar. Það getur verið munur á ofnum svo best er að fylgjast með í fyrsta sinn sem þið gerið og taka út þegar þær eru gylltar að utan. Leyfið smá- kökum að kólna örlítið og njótið. Þær eru bestar nýbakaðar. 2 kynningarblað A L LT 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.