Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 6
Prinsippin virðast fokin út um gluggann. Kristrún Frosta- dóttir, formaður Samfylkingar- innar Formaður Samfylkingar­ innar lýsir djúpstæðum vonbrigðum með viðbrögð forsætisráðherra vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Líkur á frekari sölu bréfa eru taldar hafa minnkað. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Líkur á að ríkið selji síðasta hlut sinn í Íslandsbanka hafa minnkað eftir þann áfellisdóm sem birtist í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisstjórnin hefur að mati stjórnar­ andstæðinga sýnt að henni er ekki treystandi til að selja ríkiseignir. „Ég vonast til að það verði haldið áfram með söluna en þá þarf miklu meira traust og trúverðugleika,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars­ dóttir, formaður Viðreisnar. „Við þurfum á þessum 75 millj­ örðum að halda. Ætlar ríkisstjórnin ef hún selur ekki að fara í niður­ skurð upp á 75 milljarða, eða hækka vaxtagjöld með auknum skuldum? Þetta er risamál og alveg með ólík­ indum að stjórnin hafi sjálf sett sig í þessa aðstöðu,“ bætir hún við. Líkurnar á sölu næsta ár hafa snarminnkað að mati Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ef þessi stjórnvöld ætla að búa til nýtt fyrirkomulag eftir að hafa klúðrað því gamla þegar staðreynd­ in er að þau klúðruðu þessu með því að fara ekki að lögum þá þýðir ekki að búa til ný lög,“ segir hann. „Það er ekki séns í helvíti að þau nái að skapa traust um að selja bank­ ann á næsta ári, það yrðu brjáluð læti, það myndi fara af stað risavaxið öskur í samfélaginu ef þau svo mikið sem reyna það,“ segir Björn Leví. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að lík­ urnar séu „nánast engar“ á að sala Íslandsbanka verði kláruð næsta ár í ljósi liðinna atburða. Betra væri ef stjórnin myndi afhenda almenningi hlut sinn í bankanum. Tímasetning þess sé þó síðri en ef það hefði verið gert fyrr. Sigmundur Davíð segir að skoða verði allt söluferli bankanna, einnig Arion banka. Í fjárlagafrumvarpi Bjarna Bene­ diktssonar er gert ráð fyrir að afgangurinn af bréfum ríkisins í bankanum verði seldur næsta ár. Áætlaðar heild ar tekjur rík is sjóðs rýrna um 75,8 milljarða ef ekki verður selt. Afleiðingar yrðu aukin lántaka vegna skulda, að skuldir yrðu greiddar hægar upp en áætlun gerði ráð fyrir sem þýðir hærri vaxtakostnað eða niðurskurður. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að svo mörgum spurningum sé ósvarað eftir skýrsluna að eina leiðin til að skapa traust á ný sé skipun opinnar rannsóknarnefndar. „Forsætisráðherra segir að þetta mál snúist aðallega um hagkvæmni í rekstri ríkisins en það er ekki rétt, málið snýst um hvort ráðherra fór eftir lögum sem Alþingi setti um sölu á eignarhlutum ríkisins,“ segir Kristrún. „Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart að Katrín hefur varið Bjarna,“ svarar Kristrún aðspurð. „En við­ brögðin eru mikil vonbrigði og sýna ákveðið forystuleysi,“ segir Kristrún, enda þurfi þjóðin skýrari svör. Hún segir að krafa um samstöðu innan ríkisstjórnarinnar virðist blinda sýn. „Prinsippin virðast fokin út um gluggann,“ segir Kristrún, enda sé málið miklu stærra en nemi póli­ tískum flokkadráttum eða banda­ lögum. Í umræðum um skýrsluna á Alþingi í gær kom til snerru milli Bjarna Benediktssonar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns eftir­ lits­ og stjórnskipunarnefndar þings­ ins. Þórunn boðaði frekari rannsókn nefndarinnar þar sem Bjarni, fulltrú­ ar Bankasýslunnar, Íslandsbanka og fleiri yrðu kallaðir til frekari svara. Bjarni taldi málinu lokið, enda kæmi ekkert fram í skýrslunni um að lög­ brot hefðu verið framin. Hann taldi Þórunni fara offari en hún sakaði hann á móti um að reyna að slá ryki í augu þings og almennings. Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, sagði í þingumræðunni að yfir 80 prósent þjóðarinnar teldu sam­ kvæmt könnun að sölunni hefði verið ábótavant. Bakland sam­ starfsf lokka Bjarna logaði vegna vantrausts. n Líkur á lokasölu á bréfum í bankanum hafa minnkað Líkur á því að ríkið selji síðasta hlut sinn í Íslandsbanka hafa minnkað verulega eftir að skýrslan kom út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslandsbanki vísar á Bankasýsluna Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslands- banka í mars síðastliðnum gagnrýnir þátttöku starfs- manna bankans í útboðinu, auk þess sem gagnrýnt er að bankinn hafi haldið utan um tilboð fjárfesta í Excel-skjali en ekki í upplýsingakerfi sem héldi betur utan um slíkt. Mistök hafi verið gerð við innfærslu í Excel- skjalið svo eftirspurn hafi verið vanmetin um tugi milljarða. Fréttablaðið sendi Íslands- banka í gær eftirfarandi spurningar: n Hefur Íslandsbanki endur- skoðað reglur um innri endurskoðun og regluvörslu í ljósi reynslunnar af söluferli á hlutum ríkisins í bankanum í mars og þá hvernig? n Hefur reglum um viðskipti starfsmanna bankans í út- boðum sem bankinn er aðili að verið breytt eftir söluna í mars? n Hyggst Íslandsbanki breyta reglum eða verkferlum í ljósi þeirrar gagnrýni sem Ríkisend- urskoðun beinir að bankanum í skýrslu sinni? n Hvað hefur bankinn að segja um þá gagnrýni sem sett er fram í skýrslunni um notkun Microsoft Excel til að halda utan um tilboð fjárfesta og þau mistök sem þar virðast hafa átt sér stað? Varðandi gagnrýni á að villur í Excel-skjali hafi verið lagðar til grundvallar leiðbeinandi loka- verði vísar Íslandsbanki á að á síðu 14 í skýrslu Ríkisendurskoð- unar standi eftirfarandi: „At- hugasemdir komu frá Íslands- banka þess efnis að ákvörðunin hafi grundvallast á gögnum sem lágu fyrir kl. 20:36. Skjalið sem Bankasýslan hafði sent Ríkis- endurskoðun í maí 2022 hafi byggt á stöðunni eins og hún leit út kl. 19:37 og verið lagt fram við upphaf fundarins. Það hafi tekið breytingum eftir því sem leið á fundinn og umræddar villur verið fjarlægðar kl. 20:10.“ Einnig var hert á reglum um viðskipti starfsmanna bankans í júní en varðandi önnur atriði vísar bankinn á Bankasýslu ríkisins. GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Athygli vekur að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru villur í skráningu tilboða í svokall­ aðri tilboðsbók. Við greiningu Rík­ isendurskoðunar á umræddu skjali komu í ljós annmarkar í útreikning­ um þar sem fjöldi færslna í skjalinu var ekki færður inn á réttu formi. Sumir starfsmenn notuðust við erlenda kommusetningu, aðrir notuðu punkt og sumir skrifuðu hreinlega tilboðið með bókstöfum. Um var að ræða tilboð sem námu samtals um 20 milljörðum króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra segir í samtali við Fréttablaðið að tilboðsbókin hafi verið unnin af söluráðgjöfum Bankasýslunnar og Bankasýslan verði að svara fyrir hana. „Ég hef ekki séð upplýsingar um að þessir misbrestir hafi leitt til teljandi tjóns fyrir ríkissjóð, en við hljótum engu að síður að gera kröfu um vönduð vinnubrögð – sérstak­ lega þegar sýslað er með ríkiseignir. Aðilar sem treyst er fyrir slíku verki verða að standa undir því trausti,“ segir Bjarni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að Íslandsbanki hafi sent snið­ mát í Excel til innlendra söluráð­ gjafa og söluaðila Bankasýslunnar með leiðbeiningum um hvernig ætti að fylla það út svo að bankinn hefði yfirsýn um þróun eftirspurnar inn­ lendra fjárfesta. Annar hugbúnaður eða sérhann­ að upplýsingakerfi til að halda utan um tilboð í tilboðsfyrirkomulagi var ekki til staðar hjá bankanum. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, var ekki búinn að svara fyrirspurn Fréttablaðsins þegar blaðið fór í prentun í gær. n Gera kröfu um vönduð vinnubrögð Bjarni Bene- diktsson, fjár- málaráðherra benediktarnar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Yfirvöld í Úkraínu segja að nýjustu eldflaugaárásum Rússa hafi verið beint gegn innviðum landsins, líkt og virkjunum og orkustöðvum. Stór hluti af Kænu­ garði og öðrum borgum og bæjum er því án rafmagns og rennandi vatns. Borgaryfirvöld í Kænugarði hafa greint frá því að sökum rafmagns­ leysis virki loftvarnasírenur lands­ ins ekki, sem hefur alvarleg áhrif á getu yfirvalda til að vara íbúa landsins við miskunnarlausum árásum Rússa. Forseti Úkraínu, Volodímír Sel­ enskíj, hefur varað íbúa landsins við að búast megi við f leiri árásum frá Rússum á næstu dögum. „Ég veit að árásirnar slökktu á rafmagni á mörgum stöðum. Við erum að vinna í þessu, við komum öllu í gang aftur og við munum lifa af,“ sagði Selenskíj. n Segja Rússa ráðast á innviði landsins Volodímír Sel- enskíj, forseti Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 6 Fréttir 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.