Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 4
Biðlistinn hefur styst úr 100 manns í 16. Sameinuðu þjóðirnar spá því að íbúar jarðar verði níu milljarðar árið 2037. Öldr- unarlæknir við Landspítalann segir að hámarksmannfjöldi framtíðarinnar sé ofmetinn. helgisteinar@frettabladid.is FÓLK Tímamót voru mörkuð í mannkynssögunni í fyrrinótt þegar áttamilljarðasti íbúi jarðar fæddist í borginni San Domingo í Dóminíska lýðveldinu. Fjölgun mannkynsins seinustu ár má rekja til þess að meðalævi- líkur hafa víðs vegar aukist í takt við bætta lýðheilsu, betri næringu, bættar sóttvarnir og betri aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þar að auki hefur fæðingartíðnin í ákveðnum löndum hækkað til muna. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að áfanginn sé tilefni til að fagna fjöl- breytileika og framþróun, en á sama tíma þurfum við að velta fyrir okkur sameiginlegri ábyrgð mann- kyns gagnvart plánetunni. Tólf ár eru liðin síðan mannkyn- ið varð sjö milljarðar og er gert ráð fyrir því að við verðum orðin níu milljarðar árið 2037. Sameinuðu þjóðirnar segja þessa þróun vera merki um að heildarfjölgunin sé farin að hægja á sér. Hærri fæðingartíðni er gjarnan algengari í fátækari löndum og hefur því mesta fjölgunin undan- farin ár átt sér stað í Afríkulönd- um sunnan Sahara. Sameinuðu þjóðirnar benda hins vegar á að umhverfisspjöllin séu mun meiri miðað við höfðatölu í ríkari lönd- um þar sem fæðingartíðnin er að staðna, frekar en í þeim löndum Íbúar jarðar orðnir átta milljarðar Dóminíska barnið Damian var valið tákn- rænn fulltrúi þeirra merku tímamóta sem mann- kynið hefur náð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ég held að hámarkið á mannfjöldanum verði ekki eins hátt og talað er um. Jón Snædal, öldrunarlæknir við Landspítal- ann þar sem hún fer hækkandi. Jón Snædal, öldrunarlæknir við Landspítalann, segir að ekki sé talið líklegt að hámarksaldur manneskjunnar muni hækka. „Það er búið að skoða úttekt í f lestum iðnríkjum síðustu áratugi og það virðist sem svo að hámarksaldur sem manneskjan Homo sapiens getur náð hafi ekki hækkað.“ Jón segir að þetta byggist á tölum iðnríkja þar sem fimm elstu mann- eskjur eru teknar fyrir á hverju ári og er aldri þeirra síðan komið fyrir á línuriti. Tölurnar á því línuriti eiga til að breytast í gegnum árin en yfir höfuð hafi hámarksaldurinn haldist nokkuð stöðugur. Faraldurinn hefur einnig sett ákveðið strik í reikninginn og lækkaði meðalaldurinn í kjölfar Covid-19 um eitt til tvö ár í þeim löndum þar sem dánartíðnin var hæst. Jón bætir einnig við að fæð- ingartíðnin í mörgum löndum fer lækkandi hraðar en búist var við og nefnir meðal annars Kína og Japan. „Í stuttu máli þá er talað um að við verðum níu milljarðar árið 2037. Ég held að það muni gerast seinna og ég held að hámarkið á mannf jöldanum verði ek k i eins hátt og talað er um. Mann- fjöldaaukningin verður því minni en menn höfðu gert ráð fyrir og hámarksmannfjöldinn verður þar að auki minni, sem eru góðar fréttir í heildina fyrir jörðina,“ segir Jón. n Skemmtileg léttlestrarbók eftir Sævar Helga sem örvar vísindalæsi barna frá sex ára aldri. Elías Rúni myndlýsti. „… áhugaverð og fræðandi fyrir börnin og okkur fullorðna fólkið … með fyndnum staðreyndum og líkingum.“ J A N A H J Ö R V A R / L E S T R A R K L E F I N N „Ég fagna þessari bók og bíð spennt eftir komandi bókum í þessum bókaflokki.“ J A N A H J Ö R V A R / L E S T R A R K L E F I N N ( U M S Ó L K E R F I Ð ) LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Aukafjárveiting til átröskunarteymis geðþjónustu Landspítala haustið 2021 hefur skilað sínu því tekist hefur að saxa verulega á biðlista. Fyrir fjár- veitingu voru um 100 manns á bið- lista og biðtími þjónustunnar um 20 mánuðir. Í október voru aðeins 16 manns á biðlista og biðtíminn á bilinu þrír til fjórir mánuðir. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helga- dóttur, þingmanns Pírata. 102 milljónum króna var veitt í tiltekin þverfagleg átaksverkefni í geðheilbrigðismálum á Land- spítalanum þetta haust. Átrösk- unarteymið fékk hluta þess, sem og BUGL, þunglyndis- og kvíðateymi og áfallateymi. n Minni biðtími hjá átröskunarteymi Biðlisti hjá átröskunarteymi hefur styðst með auknu fjármagni . benediktarnar@frettabladid.is PÓLLAND Talið er að rússnesk flug- skeyti hafi lent í þorpi í austanverðu Póllandi nærri landamærum Úkra- ínu í gær, með þeim afleiðingum að tveir létust. Einnig er talið að flug- skeyti hafi lent í Moldóvu og valdið rafmagnsleysi um allt land. Í gær skutu Rússar f lugskeytum að Úkraínu, en árásunum var beint að borgunum Kænugarði, Lvív og Kharkív. Talið er að yfir hundrað f lugskeytum hafi verið skotið að Úkraínu í árásinni. Óstaðfestar fregnir birtust um að rússneskt loftskeyti hefði lent í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi, nærri landamærum Úkra- ínu og tveir látist í kjölfarið. Einnig er talið að rússnesk flugskeyti hafi valdið rafmagnsleysi um alla Mol- dóvu. Mateusz Morawiecki, for- sætisráðherra Póllands, og Andrzej Duda, forseti landsins, hafa boðað fund í þjóðaröryggis- og varnar- málanefnd landsins. Háttsettur bandarískur leyni- þjónustumaður staðfesti í gær að rússnesk flugskeyti hefðu farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands. Rússneska varnarmálaráðuneyt- ið hefur neitað allri sök og segir að engar árásir hafi verið gerðar á skot- mörk nærri landamærum Úkraínu og Póllands af hálfu Rússlands. Þá kemur einnig fram að þeir hlutar f lugskeytisins sem pólskir fjöl- miðlar birtu myndir af væru ekki rússneskir. Talsmaður NATO sagði að hin meinta árás væri til  rannsóknar, en ef um rússneskt f lugskeyti er að ræða gæti það haft alvar- legar af leiðingar í för með sér. Þá hafa ýmsir þjóðleiðtogar stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst yfir stuðningi sínum við Pólland. Gitanas Nauséda, forseti Litáens, sagði Litáa standa þétt við bakið á Pólverjum og utanríkisráðuneyti Eistlands sagðist vera tilbúið að verja hverja einustu örðu af land- svæði sem heyrði undir NATO. n Tveir látnir í Póllandi eftir meinta árás Rússa Talið er að rússneskt flugskeyti hafi lent í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi. MYND/TWITTER 4 Fréttir 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.