Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Mörgum, sérstaklega þeim sem minnst af undirbúningi jólanna vita, þykir alveg ómögulegt að hann sé að einhverju marki haf- inn nú í nóvember. Í þeirra huga kaupa jólagjafirnar sig sjálfar og allt annað gerist fyrir eitthvert jólakraftaverk. Mér er fullkunn- ugt um hvað felst í þessu og þó ég baki ekki 17 sortir (borða þær bara) þá hef ég staðið mig að því að tapa mér í jólahreingerningu. Mér fannst til dæmis eðlilegt að þrífa skrúfuboxin í geymslunni um miðja nótt eina aðventuna. Mér til varnar hafði ég einmitt lesið í blaði þá snilldaraðferð að taka hausinn af ryksugunni, smeygja nælonsokk á rörið og voilá! Þið þakkið mér bara seinna. Ég hef aðeins tónað þetta niður síðustu ár en mun ekki láta glepjast algerlega: lækka bara ljósin og kveikja á kertum – enda skreytir maður ekki yfir skít. Flest þau sem standa þriðju vaktina hafa fjölmargar aðrar skuldbindingar og þykir heppilegt að undirbúningur dreifist nokkuð yfir á nóvember- mánuð. Sá (ok, sú) sem hitann og þungann ber af öllu saman hefur þá að minnsta kosti tímann fyrir sér. Annað alveg ókeypis ráð: Það kann að virðast dálítið róman- tískt að pakka inn jólagjöfum á Þorláksmessu, hlusta á Bubba, drekka rauðvín og borða (margar) Sörur á meðan maður pakkar inn gjöfunum. Þetta er misskilningur. Ekki þetta með rauðvínið eða Sörurnar. Ekki heldur Bubba. Það er þetta með innpökkunina. Pakkið inn jafn- óðum og þið fáið góssið í hús. Þið munið þakka mér þetta líka og fá ykkur eina auka-Söru upp á það. n Jóla(ó)ráð Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Dyngja dúnúlpan er einangruð með endurnýttum dún og ytra byrði úlpunnar er úr endurunnu nylon efni. Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur @66north Dyngja Aðventutónleikar Sinfóníunnar 01.12 19:30 MIÐASALA Á SINFONIA.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.