Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 25
Holdafar hefur verið mikið í sviðsljósinu það sem af er ári. Gríðarleg aukning er í og fréttaflutningur af lyfjagjöfum og skurðlæknis- fræðilegum inngripum til að stemma stigu við meintum offituvanda þjóðar sem á næstum heimsmet í heil- brigði og langlífi. brynhildur@frettabladid.is Á sama tíma og ýmislegt bendir til þess að sjúklega grannur líkams- vöxtur sé kominn í tísku enn og aftur getur það orðið til þess að börn og unglingar líti á eðlilegan líkamsvöxt sem óæskilegan og grípi til örþrifaráða til að forðast að verða feit. Rannsóknir hafa sýnt að nei- kvætt viðhorf til líkama og útlits tengist margs konar geðrænum vanda meðal ungmenna, svo sem kvíða, átröskunum, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Einnig hefur komið í ljós að líkamsmynd hefur áhrif á heilsu og lífsvenjur. Því er mikilvægt að ýta undir jákvætt viðhorf barna og unglinga til líkama síns og því eru hér ráð til foreldra um uppeldi í jákvæðri líkamsímynd sem tekin eru af vef Embættis landlæknis. 1. Allir eru öðruvísi Kenndu barninu þínu að fjöl- breytileiki í líkamsvexti sé eðlilegur. Alveg eins og við erum mismunandi á litinn, höfum ólíkt andlitsfall, háralit og augnlit, þá erum við líka mismunandi í laginu. Þetta er sjálfsögð staðreynd sem allir ættu að virða. 2. Útrýmum fordómum Kenndu barninu þínu að það sé ekki rétt að stríða eða tala illa um aðra vegna þess hvernig þeir líta út. Fordómar vegna holdafars og útlits eru alveg jafn slæmir og skaðlegir og aðrir fordómar. Ef við verðum vör við slíka fordóma þá ber okkur að bregðast við. 3. Elskaðu líkama þinn Talaðu jákvætt um líkama þinn og hugsaðu vel um hann. Aldrei tala illa um vaxtarlag þitt svo barnið þitt heyri. Lærðu að þykja vænt um líkama þinn þó hann falli ekki að útlitsstöðlum tíðarandans og þannig lærir barnið að bera virðingu fyrir sínum líkama. 4. Eflum gagnrýna hugsun Fræddu barnið um óraunhæf útlitsvið- mið í samfélaginu og hvernig þau birtast, til dæmis í fjölmiðl- um, barnaefni og leikföngum. Storkaðu fordómum vegna holda- fars hvenær sem þú rekst á þá og skapaðu andrúmsloft mannúðar og virðingar fyrir öllu fólki. 5. Kenndu barninu þínu að líkami þess sé góður líkami Líkamsmyndin er hluti af sjálfs- mynd okkar. Kenndu barninu þínu að vera stolt af sínum sérkennum. Aldrei segja neitt neikvætt um líkama barnsins þíns og taktu hart á því ef einhver annar gerir það. Samband barnsins við líkama sinn er dýrmætt. 6. Hlustaðu á barnið þitt Ef barnið lýsir áhyggjum af líkamsvexti sínum er mikilvægt að hlusta. Reyndu að komast að því hvað býr þarna að baki. Varð barnið fyrir neikvæðri reynslu nýlega? Hefur það séð eða heyrt eitthvað sem fékk það til að skammast sín fyrir líkama sinn? Sýndu stuðning og ekki líta svo á að holdafari barnsins sé um að kenna. Ef barnið hefur orðið fyrir höfnun vegna þess hvernig það lítur út þá er vandamálið í um- hverfinu, ekki hjá barninu. 7. Hegðun en ekki holdafar Ef þú hefur áhyggjur af lífsvenjum barnsins þíns skaltu beina sjónum að hegðun þess en ekki holdafari. Skapaðu umhverfi þar sem barnið fær næg tækifæri til að borða hollan mat og hreyfa sig sér til ánægju. Hvorki þú né barnið ætt- uð hins vegar að líta á heilbrigðar lífsvenjur sem grenningaraðferð, heldur eitthvað sem allir þurfa að gera til þess að halda heilsu og líða vel. Það skiptir mestu að upplifun barnsins verði jákvæð þannig að það hafi áhuga á að lifa heilbrigðu lífi til langframa. Langtímarannsóknir sýna að unglingar sem eru ánægðir með líkama sinn, hvort sem þeir eru feitir eða grannir, bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér og eru líklegri til að tileinka sér heil- brigðan lífsstíl en þeir sem hafa neikvætt viðhorf til eigin líkama. Það er því sjálfsagður hluti af heilsueflingu meðal barna og unglinga að stuðla að jákvæðu sambandi þeirra við líkama sinn og muna að heilsuefling er aðalat- riði og óháð einstaklings- bundnu holdafari. n Heilsa óháð holdafari Heilbrigð líkamsímynd laus við þá hugsanavillu að hægt sé að steypa alla líkama í eitt mót er eitt það besta sem við getum gefið börnum og unglingum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hrafnhildur hefur starfað sem einkaþjálfari hjá World Class í um 17 ár. Hún þjáðist af ristilvandamálum og bak- flæði í áratugi vegna með- gönguógleði, sem orsakaði sjö mánaða uppköst. Fyrir þremur árum fór Hrafnhildur Hákonardóttir í ristilspeglun vegna óþæginda í ristli og meltingar- vandamála. „Ristillinn hafði verið til trafala í 25 ár frá því ég var ólétt. Á meðgöngunni ældi ég daglega í um sjö mánuði. Eins eðlilegur hlutur og ólétta er fyrir kvenlíka- mann eru sjö mánuðir af upp- köstum ekkert grín fyrir líkams- starfsemina. Ég hlaut af þessu varanlegar skemmdir á vélinda sem orsaka bakflæði. Einnig hafði þetta slæm áhrif á ristilinn, sem hafði þau áhrif að ég fór að finna fyrir verkjum í baki og líkamanum öllum. Ég hafði lengi tekið inn ýmis magalyf og alltaf þurft að passa hvað ég borðaði af hveiti- og mjólkurvörum, en það tók mig nokkur ár að átta mig á að þessar matartegundir færu illa í mig. Mér var ráðlagt að taka inn magnesíum til þess að koma jafn- vægi á meltinguna og róa ristilinn. Ég prufaði nokkrar tegundir en þær hentuðu mér ekki. Til allrar ham- ingju var mér bent á magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS, en fjallagrös eru mjög mýkjandi. Nú hef ég tekið magnesíumblönduna í þrjú ár og aldrei liðið betur. Ég er komin með sléttan maga og meltingin er komin í hið stakasta lag. Með því að taka reglulega inn magnesíum með fjallagrösum get ég jafnvel leyft mér að svindla, því ég veit fátt betra en að geta fengið mér pasta og hvítlauksbrauð á góðum degi. Við bakflæðinu tek ég hóstamixtúru með fjalla- grösum frá ICEHERBS. Mixtúran er bragðgóð og mjúk í hálsi og hjálpar mér að sofa eins og engill,“ segir Hrafnhildur. Einstök blanda Magnesíumskortur er eitt stærsta lýðheilsuvandamál sem við glímum við í nútímanum. Magn- esíum er eitt mikilvægasta stein- efni í líkamanum og kemur við sögu í yfir 300 efnaskiptum, allt frá slökun vöðva- og taugakerfisins, virkni hjarta- og æðakerfisins og í upptöku steinefna. Magnesíum blandan frá ICEHERBS er einstök á heimsvísu og inniheldur magn- esíum citrate og handtínd, íslensk fjallagrös. Fjallagrösin og magn- esíumið virkar saman á einstakan hátt. Fjallagrösin mýkja melting- una og magnesíum eykur upptöku á steinefnum úr fjallagrösunum. Magnesíum citrate er eitt fárra bætiefna sem er gott að taka inn að staðaldri, en það er mjög erfitt að fá nægt magnesíum úr fæðunni. Þá er mælt með að þeir sem stunda líkamsrækt taki magnesíum reglu- lega. Áhrif magnesíums Magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og er talið bæta gæði svefns og draga úr fótapirr ingi og sinadrætti. Þá stuðlar magn- esíum að því að draga úr þreytu og lúa. Magnesíum er einnig notað í meðhöndlun meltingarvandamála. Það eykur vatnsinntöku í melt- ingarkerfið sem auðveldar líkam- anum að melta og losa hægðir. Þá er magnesíum einnig hreinsandi og hefur góð áhrif á ristilinn. Það stuðlar líka að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Leyndarmál frá náttúrunni Fjallagrösin hafa öldum saman verið notuð sem náttúruleg heilsujurt á Íslandi. Þau eru rík af steinefnum og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Þá eru fjallagrös vatnslosandi og minnka bjúg. Fjallagrös innihalda einnig trefjar sem mynda mýkjandi himnu á slímhúð í maga sem bætir og mýkir meltinguna. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálf bærri nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum að vörurnar okkar nýtist viðskipta- vinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á www.iceherbs.is. Kemur ró á ristilinn Magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS hefur hjálpað Hrafnhildi Hákonar dóttur mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.