Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 35
Fyrir þá sem vilja sjá fallegt fólk í fallegum búningum (og stund- um engum búningum) er Keisaraynjan fínasta afþreyingarefni. Guðrún Björk Kristmunds- dóttir framkvæmda- stjóri Bæjarins beztu „Ég veit ekki hvort ég megi segja það. Það er nýja lagið með Bubba og Auði. Svo er ég líka að hlusta á nýja brúð- kaupslagið hans Emmsjé Gauta. Það eru eiginlega þessi tvö,“ segir fram- kvæmda- stjórinn létt í bragði og hlær. n Lykilspurningin Hvaða tónlist ertu að hlusta á þessa dagana? Helga Þórisdóttir forstjóri Persónu- verndar „Ég var með gesti um helgina og er svo gamaldags að ég segi nú bara að ég skelli þessu á fóninn. Ég nota nefni- lega ennþá geislaspil- ara og geisladiska! En það eru þá franska fyrrverandi forseta- frúin Carla Bruni og Cesária Évora sem rata á fóninn þegar ég ætla að hafa það reglulega huggu- legt.“ n SJÓNVARPSÞÆTTIR The Empress (2022) Netflix Leikstjórn: Katrin Gebbe & Florian Cossen. Aðalleikarar: Devrim Lingnau, Phillip Froissant & Melika Foroutan. Ragnar Jón Hrólfsson Keisaraynjan er sjóðheitt búninga­ drama sem fjallar um ástir og örlög Habsborgaraættarinnar í Austur­ ríki á 19. öld. Um er að ræða eitt af voldugustu ættarveldum Evrópu­ sögunnar og spannar saga þess næstum því 900 ár. Það tímabil sem skoðað er í þáttunum er þó ekki svo langt en við fáum að skyggnast inn í veröld aðalsættarinnar frá því um miðbik 19. aldarinnar þegar farið er að syrta í álinn hjá aðalsfólkinu. Þeir sem þekkja vel til sögunnar ættu að vita hvað er í vændum en Evrópa var á þessum tíma púður­ tunna sem átti eftir að springa með upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914. Það fyrsta sem vekur athygli við áhorf er útlit þáttanna en bæði er myndatakan virkilega góð og þær sviðsmyndir sem birtast mjög glæsi­ legar. Svo ekki sé talað um búning­ ana en þeir skína á skjánum og stela þeir í raun senunni af aðalleikurum þáttanna. Leikur í þáttunum er ágætur en stundum stirður en best er aðal­ leikkonan, Devrim Lingnau, sem fer með hlutverk Elísabetar von Wittels bach. Hún túlkar hlutverk sitt af mikilli sannfæringu sem hin unga keisaraynja sem myndi fremur vilja fara á hestbak og láta vindinn leika um hárið en sinna skyldum sínum við hirðina. Það virðist þó sem þáttargerðar­ mönnum hafi ekki verið alveg ljóst hvað þeir vildu einblína á en sögu­ þráðurinn getur stundum verið undarlega stirður og óeinbeittur. En fyrir þá sem vilja sjá fallegt fólk í fallegum búningum (og stundum engum búningum) er Keisaraynjan fínasta afþreyingarefni. n NIÐURSTAÐA: Fínasta skemmtun sem er einnig algjört augna- konfekt. Sjónvarpsefni sem fer einstaklega vel með nammiáti á aðventunni. Erótísk ævintýri Habsborgaranna Búningarnir í þáttunum eru sérstak- lega glæsilegir. MYND/SKJÁSKOT Innbundin Rafbók Hljóðbók Áhrifarík saga um unga listakonu í París árið 1950 – ekkert skiptir máli nema listin, en hún krefst fórna. R A G N H E I Ð U R B I R G I S D Ó T T I R / M B L „Fal leg og vel hugsuð skáld saga sem er lík leg til þess að gleðja marga les endur.“ K R I S T J Á N J Ó H A N N J Ó N S S O N / F R É T T A B L A Ð I Ð „Ég var mjög hrifinn af þessari bók.“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N „... nær hún algjörlega tökum á manni.“ Þ O R G E I R T R Y G G V A S O N / K I L J A N , Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | virka daga 10–18 | laugardaga 11–17 | sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022 Lífið 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.